Vísindavaka Rannís verður haldin í Laugardalshöll 30. september næstkomandi og mun starfsfólk Landgræðslunnar taka þátt undir yfirheitinu Lærum að lesa landið.
„Markmiðið með Vísindavökunni er meðal annars að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.“
