land.is
Landgræðslan

Landbótasjóður

Heim » Landnýting » Landbótasjóður

Landbótasjóður

Landbótasjóður er sjóður á vegum Landgræðslunnar sem leggur honum til fé til úthlutunar, auk þess sem aðrir aðilar geta lagt sjóðnum til fjármuni. Landgræðslan úthlutar árlega styrkjum úr sjóðnum, en tilgangur þeirra er að færa ábyrgð og framkvæmd landgræðsluverkefna heim í héruð og veita landeigendum, sveitarfélögum, félagasamtökum og öðrum umráðahöfum lands, styrki til landbótaverkefna. Upphæð styrks getur numið allt að 2/3 hluta kostnaðar við vinnu, tæki og kaup á aðföngum, en þó ekki meiru en sem nemur 10% þess fjár sem til úthlutunar er hverju sinni.

 

Við ákvörðun um styrkveitingar er lögð áhersla á:

  • Stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og gróðureyðingar.
  • Endurheimt gróðurs, jarðvegs og votlendis.
  • Sjálfbæra landnýtingu.
  • Bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi.

Einstök verkefni geta hlotið styrk til allt að fimm ára, enda fylgi umsókn tímasett aðgerðaáætlun. Styrkþegi þarf að skila áfangaskýrslu og endurskoðaðri áætlun í lok hvers árs á styrktímabilinu.

land.is
Landgræðslan

Auglýsir eftir samstarfi við landeigendur

Landbótasjóður

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2022

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2021

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2020

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2019

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2018

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2017

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2016

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2015

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2014

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2013

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2012

PDF Landgræðslan  Ársskýrsla 2011

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2023

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2022

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2021

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2020 a

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2020 b

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2019

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2018

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2017

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2016 a

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2016 b

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2015

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2015

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2014

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2013

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2012

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2011

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2010

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2009

PDF Landgræðslan  Úthlutun 2008

Garðar Þorfinnsson

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í vernd og endurheimt vistkerfa. Hefur með höndum hópstjórn héraðssetra. Er verkefnisstjóri Landbótasjóðs Landgræðslunnar. Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum á Suðurlandi ásamt öðrum héraðsfulltrúum á svæðinu. Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri.