land.is
Landgræðslan

Svartvatn

Svartvatn og uppgræðsla á Hólasandi  

Markmið verkefnisins er að koma í veg fyrir að lífræn efni úr fráveitu Skútustaðahrepps endi í Mývatni en þess í stað verði nýtt til uppgræðslu á Hólasandi. Hugmyndin byggir á að aðgreina svartvatn (klósettúrgang) frá grávatni í fráveitukerfinu við Mývatn og nota svartvatnið til uppgræðslu.

Hlutverk Landgræðslunnar er tvíþætt:

1. Taka við svartvatni úr þró á Hólasandi og dreifa því til uppgræðslu

2. Vakta framvindu gróðurs og nýtingu næringarefnanna

 

Viljayfirlýsing undirrituð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra rituðu, ásamt fulltrúum Skútustaðahrepps og fulltrúa Landgræðslunnar, undir viljayfirlýsingu árið 2018 um samstarf við úrbætur í fráveitumálum við Mývatn.

„Ein helsta forsenda fyrir aðkomu ríkisins að málinu er hið einstaka lífríki Mývatns- og Laxársvæðisins, sem nýtur verndar að lögum en Mývatn var fyrsta svæðið sem Ísland tilkynnti til alþjóðlegrar skrár um verndun votlendis á grundvelli Ramsar-sáttmálans. Það er sérstakt gleðiefni hversu vel heimamenn hafa haldið á þessu verkefni í samstarfi allra aðila. Þannig hefur verið fundin hagkvæm og umhverfisvæn lausn með aðkomu íslenskra sérfræðinga á fjölmörgum sviðum, allt frá verkfræði til landgræðslu.“

Nánari umfjöllun um viljayfirlýsinguna má lesa í grein Bændablaðsins: Svartvatn nýtt til land­græðslu á Hólasandi

Magnús H. Jóhannsson

Vinnur að rannsóknum og verkefnum tengdum nýsköpun og hringrásum s.s. virkni og notkun landgræðslutegunda, áburðarnotkun og uppgræðslutækni.