Samstarf um endurheimt (framkvæmdarverkefni)

Landgræðslan

land.is
Heim » Viðfangsefni » Vernd og endurheimt » Samstarf um endurheimt
Landgræðslan

Við erum þekkingar- og þjónustustofnun.

Markmiðin eru að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Við störfum eftir lögum um landgræðslu nr 155/2018

Hlutverkið okkar

Sandgræðsla, sem er hefting jarðvegsrofs og sandfoks, græðsla gróðurlausra og gróðurlítilla landsvæða.

Gróðurvernd, sem stuðlar að eflingu gróðurs til að auka mótstöðuafl lands gegn eyðingu

Gróðureftirlit, þar sem fylgst er með nýtingu gróðurs og unnið gegn spjöllum á gróðurlendum.

Varnir gegn landbroti af völdum fallvatna, sem ógna eða valda tjóni á landi eða mannvirkjum.

Þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu samstarfi fylgja skuldbindingar í umhverfismálum sem hafa áhrif á landgræðslustarfið og þar með hlutverk Landgræðslunnar

Landgræðslan
land.is

Áherslur og skipulag Landgræðslunnar

Þekking á vistkerfum og samspili jarðvegs og gróðurs er undirstaða sjálfbærrar landnýtingar og árangursríkrar verndar og endurheimtar vistkerfa.

Rannsóknir

Vöktun

Árangursmat

Ráðgjöf

Nýsköpun

Miðlun

LANDGRÆÐSLAN

Landgræðslan heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið og vinnur samkvæmt lögum um landgræðslu að því að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Ennfremur að fræðslu, leiðbeiningum, rannsóknum, þróunarstarfi o.fl. á þessu sviði. Landgræðslan hét áður Sandgræðsla Íslands og var stofnuð árið 1907.

Lög um landgræðslu 155/2018 voru samþykkt á Alþingi í desember 2018. Markmið laganna er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Landgræðslan skal og hvetja til almennrar þátttöku í landgræðslu og vinna að þróun starfsins, m.a. með rannsóknum. Stofnunin skal afla upplýsinga um landnýtingu og ástand lands, hafa yfirsýn yfir og eftirlit með framkvæmdum í landgræðslu á landsvísu. Þá skal Landgræðslan hafa umsjón með landgræðslusvæðum. Í ljósi laganna skal vinna landgræðsluáætlun á landsvísu, sem og svæðisáætlanir um landgræðslu. Þá skal stofnunin vinna að vörnum gegn landbroti