22. mars, 2023

Málþing Landgræðslunnar og Rótarýklúbbs Rangæinga

Þann 23. mars 2023 munu Rótarýklúbbur Rangæinga og Landgræðslan efna til málþingsins í Gunnarsholti. Málþingið hefst kl 13 og lýkur kl 17. Fylgist með í beinu streymi frá fundinum.

Fjallað verður um hvernig unnt er að draga úr umhverfisáhrifum sunnlensks landbúnaðar, sjálfbærni í landbúnaði, bætta nýtingu lífræns úrgangs, eflingu innlendrar fóðuröflunar og hvernig landbúnaðurinn getur tekist á við nýjar áskoranir á tímum loftslagsbreytinga. Þingið er öllum opið.

Fundarstjórar verða Drífa Hjartardóttir og Sveinn Runólfsson

 • 13:00  Forseti Rótarýklúbbs Rangæinga setur málþingið, Sigurlín Sveinbjarnardóttir
 • 13:10  Ávarp – Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir

 • 13:25  Sjálfbær landnýting, Björn H. Barkarson
 • 13:45  Bændasamtökin – Landbúnaður á tímum loftlagsbreytinga, Gunnar Þorgeirsson
 • 14:00  Ráðgjafaþjónustan, Borgar Páll Bragason
 • 14:15  Syndaflausnir í kolefnisbúskap, Stefán Gíslason
 • 14:30  Kolefnið fýkur burt, Ólafur Arnalds
 • 14:45  Endurheimt landgæðaBryndís Marteinsdóttir  

 • 15:00  Kaffihlé

 • 15:30  Nýjar áskoranir og tækifæri í átt að sjálfbærni, Ólafur Eggertsson
 • 15:45  Aukin sjálfbærni í fóðuröflun, Grétar Hrafn Harðarson
 • 16:00  Lífræn efni í landbúnaði, Magnús H. Jóhannsson
 • 16:15  Kornræktin – framtíðarmöguleikar, Helgi Eyleifur Þorvaldsson
 • 16:30  Garðyrkjan – framtíðarmöguleikar, Guðríður Helgadóttir

 • 16:45  Umræður
 • 17:00  Fundarslit, Árni Bragason
Mynd á grænum bakgrunni með merkjum Landgræðslunnar og Rótarýklúbbsins

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.