land.is
Landgræðslan

Áburður

Áburður

Áburður er eitt mikilvægasta verkfæri okkar við endurheimt vistkerfa. Víða á rofnu landi, þar sem einhvern gróður er að finna, má oftast lífga hann vel við með léttri áburðargjöf og oftast án þess að sá nokkru til. Þetta ræðst vissulega af þeim tegundum sem til staðar eru, en á rofnum melum má oft finna upp undir 20 tegundir æðplantna, grastegunda og blómplantna, sem taka vel við áburðargjöf. Það ræðst af markmiðum endurheimtarinnar hversu miklum áburði er dreifti, en almennt eru markmið endurheimtarinnar að efla virkni vistkerfanna þannig að þau verði sjálfbær og standist betur álag vegna nýtingar, hvort sem það er beit eða önnur landnýting.   

Tilbúinn áburður

Tilbúinn áburður hentar ágætlega til uppgræðslu. Hann er ríkur af næringarefnum og meðfærilegur og hentar því vel á svæðum utan alfaraleiða þar sem flutningsvegalengdir eru miklar eða illfært er um land. Landgræðslan hefur í gegnum tíðina notað mikinn tilbúinn áburð og hafa um 5-6% af öllum innfluttum tilbúnum áburði verið notuð í uppgræðslu á hennar vegum eða í verkefnum tengdum henni (Magnús H. Jóhannsson, 2020). Á síðustu árum hefur mest verið notaður tvígildur áburður til uppgræðslu með um 25% nitur (N) og 2,2% fosfór (P). Til að nýta áburðinn vel hefur reynst vel að dreifa um 180-200kg af áburði á hektara í hvert sinn (45-50kg N og 4-4,4kg P) og nægir oft að dreifa áburði í 3-4 ár, þó ekki endilega samfleytt, til að fá varanlega gróðurþekju. 

Helstu næringarefni í tilbúnum áburði

Helstu næringarefnin í tilbúnum áburði eru nitur (N), fosfór (P) og kalí (K) og fer það eftir áburðartegundum hversu stórt hlutfallið er af hverju efni. Hlutföllin ráðast fyrst og fremst af markmiðum notkunarinnar, hvort verið sé að rækta bygg eða kartöflur, eða endurheimta vistkerfi. Við uppgræðslu hefur Landgræðslan verið að nota áburð með einungis nitri og fosfór og í seinni tíð hefur mest notað áburð með 25% N og 2,2% P (25-5). Reynsla Landgræðslunnar af þessum áburði hefur verið góð og bera mörg vel heppnuð uppgræðsluverkefni þess vitni. 

Þrátt fyrir mikla notkun á tilbúnum áburði hefur magn lífræns áburðar sem notað er til uppgræðslu aukist hratt undanfarin ár og sexfaldaðist frá 2015-2020, á meðan sá tilbúni stóð í stað (Magnús H. Jóhannsson, 2020). 

Rannsóknir á nýtingu tilbúins áburðar

Það eru mikil verðmæti í áburði, hvort sem er í tilbúnum og lífrænum, og því mikilvægt að fara vel með. Ýmsar rannsóknir hafa farið fram á vegum Landgræðslunnar á nýtingu tilbúins áburðar við uppgræðslu og fjalla ýmist um áburðartegundir, áburðarmagn og tímasetningu áburðargjafar.  

Í nýlegri rannsókn við Valafell á Landmannaafrétti þar sem borin voru saman áhrif mismunandi áburðartegunda á gróðurframvindu, kom í ljós að engan mun var að finna á milli áburðartegunda hvað varðar heildargróðurþekju, þekju grastegunda, þekju blómjurta eða gróðurhæð. Í sömu rannsókn voru skoðuð beitaráhrif sauðfjár og hafði beitin neikvæð áhrif grös og gróðurhæð, en jákvæð áhrif á þekju blómjurta. Taka verður fram að þrátt fyrir beitina, jókst gróðurþekja með árlegri áburðargjöf sem sýnir að hægt er að auka gróðurþekju samhliða beit, en gróðurhæðin var þó talsvert minni. Skýrsla um rannsóknina verður birt innan tíðar. 

Hversu lítið er nóg?

Í rannsókn sem gerð var 2003-20XX og kallast „Hversu lítið er nóg?“ kom í ljós að tímasetning áburðargjafarinnar hefur mjög mikil áhrif á gróðurframvindu og skiptir öllu máli að koma áburðinum á eins snemma vors og hægt er. Í henni kom einnig í ljós talsverður munur á milli landshluta. Á Norð-austurlandi á Hólsfjöllum svaraði gróður örlitlum áburðarskömmtum, allt niður í 30kg áburði á hektara, en áhrifin entust ekki lengi. Einnig kom fram að stærri áburðarskammtar en 240 kg/ha bættu litlu við í formi gróðurþekju. Áhrifin voru svipuð á Suð-austurlandi, en ekki eins afgerandi. En í þriðja hluta tilraunarinnar á Suðurlandi komu nánast engin áburðaráhrif fram.

Stóri munurinn á milli þessara svæða var jarðvegsgerð, en á NA-landi var tilraunin gerð á rofnum mel með nokkuð fjölbreyttum gróðri, á SA-landi var hún gerð í foksandi þar sem melgresi og túnvingull voru ríkjandi en á S-landi fór tilraunin fram á vikrum með nokkuð fjölbreyttum gróðri. Tilraunin sýndi mjög skýrt að þar sem vatnsheldni jarðvegs er minni (vikrar), eru áburðaráhrifin minni þar sem áburðurinn skolast frekar niður í jarðveginn með regni. Það má ekki heldur horfa framhjá því að úrkomumagn var talsvert meira á S-landi heldur en á NA-landi.  

Lífrænn áburður

Öll landgræðsla hefur, með einum eða öðrum hætti, það markmið auka lífræn efni í jarðvegi. Lífræn efni eru finna í öllum lífrænum úrgangi, en séu þau borin á land stuðla þau eðlilegum hringrásum vatns og næringarefna og auka þar með virkni í jarðveginum. Aukin virkni þýðir einfaldlega aukið líf færist í jarðveginn og vistkerfið allt. Það eru fjölmargar leiðir færar til efla þessa virkni og er áburður sérstaklega mikilvægur. Tilbúinn áburður hentar víðast hvar og er auðveldur í meðförum, en hann hefur þó þann galla þar sem lítill gróður er fyrir, þá á hann hættu á skolast út og nýtast illa. Mikilvægt er fylgja eftir áburðargjöf með tilbúnum áburði minnst þrisvar sinnum á hverju svæði. Í lífrænum áburði er finna öll sömu næringarefnin og í tilbúnum áburði, en samsetning þeirra er æði misjöfn í mismunandi tegundum hans.

Kostir og gallar við notkun á lífrænum áburði

Kosturinn við lífrænan áburð er það tekur næringarefnin lengri tíma losna og verða aðgengileg plöntum. Þar með er hættan á útskolun næringarefna minni sem þýðir það er óhætt bera meira magn næringarefna á landið í einu og jafnvel hægt komast af með því fara einu sinni yfir það.

Ókosturinn við lífræna áburðinn er styrkur efnanna er lágur og því þarf nota meira magn af honum á flatarmálseiningu til ásætttanlegu magni efnanna. Þetta gerir það verkum notkun lífræna áburðarins getur verið þung í vöfum og oft dýrari aðgerð en nota tilbúinn. Þetta er þó ekki algilt og mikilvægt skoða hvert dæmi fyrir sig s.s. aðgengi svæðum og flutningsfjarlægðir. Um þetta er fjallað í skýrslu og birt í reiknivél sem Landgræðslan útbjó í samvinnu við Verkfræðistofuna EFLU vorið 2021 og er finna hér. 

Aukning á notkun lífræns áburðar

Gerð var samantekt á notkun lífræns áburðar í verkefnum Landgræðslunnar árið 2021 (finna link á LR 8/2020). Þar kom fram notkunin hafði aukist sex-falt frá árinu 2015-2021, en árið 2015 fór Landbótasjóður Landgræðsunnar gefa meiri gaum þeim verkefnum sem notuðu lífræn efni til landgræðslu og stuðlaði því beint þessari aukningu. 

Lífræn efni eru af ýmsum gerðum

Segja má að nýta megi hvaða lífrænu efni sem er til landgræðslu. En þau eru að sjálfsögðu misjöfn. Flest þeirra eru vatnsmikil og því erfið í flutningi, en sum eru þurrari með tiltölulega hátt hlutfall næringarefna sem eru þá auðveldari í notkun.  

 Með notkun lífrænna efna þarf að gæta að því að ekki sé notað of mikið í einu t.d. er kjúklingaskítur með mjög hátt hlutfall niturs og ekki æskilegt að setja meira en um fjögur til fimm tonn á hektarann til að fá um 150 kg N/ha. Annað gildir um t.d. fiskeldisseyru eða kúamykju og þyrfti þrisvar til fjórum sinnum meira magn á hektarann til að ná sambærilegu magni niturs. Til að átta sig á mismunandi samsetningu lífrænna efna er bent á skýrslu sem kom út í mars 2022 og fjallar um framboð lífrænna efna á Íslandi og næringarsamsetningu þeirra

Lífræn efni má nota víðast hvar, en aðgát skal höfð!

Það er sammerkt með flestum tegundum lífræns úrgangs hann getur borið með sér smitandi bakteríur og valdið sjúkdómum í mönnum og dýrum. Þar með verður gæta varúðar við notkun efna af þessu tagi gæta smitvörnum. Reglugerð um meðhöndlun seyru (nr. 799/1999) setur skilyrði fyrir notkun seyru til landgræðslu. Ef seyran er meðhöndluð t.d. með kalki drepast sóttkveikjur í henni og þar með dreifa henni á yfirborð, en ómeðhöndlaða seyru verður plægja niður í landið. Bent er á Matvælastofnun (MAST) um frekari leiðbeiningar um nýtingu lífrænna efna 

PDF Landgræðslan  Lífrænn áburður til uppgræðslu

Magnús H. Jóhannsson

Vinnur að rannsóknum og verkefnum tengdum nýsköpun og hringrásum s.s. virkni og notkun landgræðslutegunda, áburðarnotkun og uppgræðslutækni.