A Á B D Ð E É F G H I Í J K L M N O Ó P R S T U Ú V X Y Ý Þ Æ Ö
Anna María Ágústsdóttir

Anna María Ágústsdóttir

Hefur yfirsýn yfir hvað er nýtt að gerast innanlands sem og alþjóðlegri þróun á sviði jarðvegsverndar, endurheimtar vistkerfa og sjálfbærni á alþjóðavettvangi, einkum um loftslagsáherslur, líffræðilega fjölbreytni og landnýtingu og miðlar upplýsingum því tengdu innan Landgræðslunnar og utan.

Fylgist með helstu samstarfs- og styrkjamöguleikum innanlands, innan norðurlandanna og innan ESB í viðfangsefnum sem tengjast faglegu starfi Landgræðslunnar.

Ferill

Anna Sigríður Valdimarsdóttir

Anna Sigríður Valdimarsdóttir

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum.

Aflar upplýsinga, vaktar ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri.

Sér um að fræða, veita ráðgjöf og miðla upplýsinguma um verkefni stofnunarinnar.

Anne Bau

Anne Bau

 • Gunnarsholt
 • Sérfræðingur
 • Rannsóknastofa
 • 488 3037
 • anne@land.is

Markmið starfsins er bættur árangur landgræðslustarfs með rannsóknum og þróun í landgræðslu.

Hefur umsjón með rannsóknastofu Landgræðslunnar, skipulagi, innkaupum og öðrum rekstri.

Sinnir verkstjórn aðstoðarfólks á rannsóknastofu og í felti.

Hefur umsjón með spírunarprófunum.

Stjórnar og tekur þátt í rannsóknaverkefnum á vegum stofnunarinnar.

Sinnir áætlanagerð og tekur þátt í stefnumótun innan stofnunarinnar í samvinnu við annað starfsfólk Landgræðslunnar.

Arna Björk Þorsteinsdóttir

Arna Björk Þorsteinsdóttir

 • Reykjavík
 • Landfræðingur
 • Gæðastýra verkefna
 • 488 3034
 • arna@land.is

Hefur yfirumsjón með uppbyggingu Verkefnastofu, þróun og innleiðingu gæðakerfis verkefna og tryggir að ferlar og verkþættir viðfangsefna og verkefna séu skýrir og að kerfið sé samofið starfsemi Landgræðslunnar.

Leiðir gæðastjórnun verkefna í samvinnu við annað starfsfólk, þróar og samræmir uppbyggingu og verklag við gerð verkefnisáætlana.

Tekur þátt í áætlanagerð og stefnumótun Landgræðslunnar, innan stofnunar, í samvinnu við annað starfsfólk.

Atli Guðjónsson

Atli Guðjónsson

Sérfræðingur í Landupplýsingakerfum/GIS specialist.

Kortaþjónustur, Field Maps, Survey 123, GIS notendaþjónusta. Meðhöndlar, sér um og skipuleggur landupplýsingar sem tengjast landupplýsingagátt, þróar verkefni sem tengjast landupplýsingum, svo sem hvað varðar greiningu og úrvinnslu fjarkönnunargagna, notkun á flygildum og öðrum leiðum til gagnasöfnunar.

Sérsvið er fjarkönnun: Remote Sensing

Hefur umsjón með gögnum, gagnavinnslu og gagnaframsetningu tengdri landupplýsingagátt. Hefur umsjón með vefþjónustum, þ.m.t. gagnavefsjá. Hefur umsjón með söfnun og úrvinnslu flygildagagna.

Ágústa Helgadóttir

Ágústa Helgadóttir

Tekur þátt í skipulagi og feltvinnu í rannsókna- og vöktunarverkefnum á vegum Landgræðslunnar.

Hefur stjórnun og umsjón með endurheimtar-, rannsókna- og vöktunarverkefnum, umsjón með verkþáttum stærri verkefna og með Instagram reikningi Landgræðslunnar.

Tekur þátt í fræðslu og kynningarstarfi og faglegu þróunarstarfi sem tengist vistfræði þurrlendis og votlendis. Einnig áætlanagerð og stefnumótun innan stofnunarinnar í samvinnu við annað starfsfólk.

Situr sem öryggistrúnaðarmaður í öryggisnefnd Landgræðslunnar.

Árdís H. Jónsdóttir

Árdís H. Jónsdóttir

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Gerir áætlanir og hefur umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum á Norðausturlandi.

Aflar upplýsinga, vaktar ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni á starfssvæðinu.

 

Árni Eiríksson

Árni Eiríksson

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Sér um hópstjórn fræverkunar og uppgræðsluverka.

Hefur eftirlit með gerð verksamninga um landgræðsluverkefni.

Hefur eftirlit með viðhaldi vélakosts uppgræðsluverkefna, ásamt vélamönnum.

Sér um fræðslu, ráðgjöf og miðlun upplýsinga.

Berglind Ýr Ingvarsdóttir

Berglind Ýr Ingvarsdóttir

Sinnir landgræðslusvæðum og verkefnum í Norðurþingi, austan Húsavíkur.

Verkefnisstýra Gæðstýringar í sauðfjárrækt  → Loftslagsvænn Landbúnaður.

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum.

Aflar upplýsinga, vaktar ástand gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.

Birkir Snær Fannarsson

Birkir Snær Fannarsson

 • Reykjavík / Gunnarsholt
 • Lögfræðingur
 • Landgræðslustjóri
 • 488 3052
 • birkir@land.is

Hefur umsjón með þeim lögfræðilegu verkefnum er snúa að starfsemi stofnunarinnar. Veitir yfirstjórn og almennum starfsmönnum stofnunarinnar ráðgjöf og upplýsingar um lögfræðitengd málefni.

Vinnur að því að starf stofnunarinnar sé í hvívetna unnið í samræmi við lög og góða stjórnsýsluhætti.

Annast samningagerð, ritun umsagna og greinargerða/minnisblaða um lögfræðileg efni og álitamál. Vinnur innri úttektir á jafnlaunakerfi sem og að vera persónuverndarfulltrúi stofnunarinnar.

Vinnur að landa- og lóðamálum er tengjast þeim jörðum og spildum ríkisins er Landgræðslunni hefur verið falin umsjón með. Kemur að samningagerð um þessi málefni, gerð landskipta- og landamerkjalýsinga sem og annarra þeirra þátta er varða rekstur og umsjón þeirra.

Bjarni Arnþórsson

Bjarni Arnþórsson

Sér um flutninga á efni og tækjum á uppgræðslusvæði.

Vinnur við sáningu, áburðardreifingu og uppskerustörf.

Tekur þátt í þróun verklags og tækni við störf Landgræðslunnar.

Hirðir um og viðheldur tækjabúnaði Landgræðslunnar.

Bjarni Kristófer Hyström

Bjarni Kristófer Hyström

Sér um umhirðu og viðhald girðinga, girðingabúnaðar og annars búnaðar stofnunarinnar.

Tekur þátt í uppskerustörfum, fræverkun, sáningum og áburðardreifingu.

Tekur þátt í þróun verklags og tækni við störf Landgræðslunnar.

Bryndís Marteinsdóttir

Bryndís Marteinsdóttir

 • Reykjavík
 • Sviðsstjóri
 • Sjálfbærni og loftslag
 • Verkefnastjóri GróLindar
 • 488 3000
 • bryndis@land.is

Sviðstjóri sjálfbærni og loftslags og verkefnastjóri GróLindar. Sviðsstjóri situr í framkvæmdastjórn sem mótar rekstraráætlun og stefnu stofnunarinnar í samræmi við fjármálaáætlun og aðrar stefnur ríkisins. Á sviðinu er fjöldi starfsfólks að jafnaði um 20. Sviðsstjóri heldur utan um málefni starfsfólks s.s. starfsmannasamtöl, ráðningar og daglega stjórnun.

Landupplýsingar og gagnagrunnar – Vöktun  – Sjálfbær landnýting –  Rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði sjálfbærrar landnýtingar og loftslags – LULUCF loftslagsbókhaldi – landgræðsluáætlunar og landshlutaáætlana – Situr í fagnefnd Landgræðsluskóla GRÓ

Feril/ritaskrá

Brynja Guðmundsdóttir

Brynja Guðmundsdóttir

 • Reykjavík
 • LUK sérfræðingur
 • Landupplýsingar
 • 488 3000
 • brynja@land.is

Vinnur við landupplýsingamál Landgræðslunnar, með áherslu á endurskoðun landfræðilegra gagnagrunna og innleiðingu á nýjum landfræðilegum tækilausnum.

Dagmar Björg Jóhannesdóttir

Dagmar Björg Jóhannesdóttir

Leysir yfirmatráð af í leyfum.

Fylgist með framkvæmd þjónustustarfsemi s.s. gistinga, mötuneytis, þrifa og þvotta.

Davíð Arnar Stefánsson

Davíð Arnar Stefánsson

Eflir þekkingu og almenna notkun á náttúrumiðuðum lausnum innan sveitarfélaga og stuðlar að innleiðingu á hugmyndafræði vistkerfisnálgunar í alla aðal- og deiliskipulagsvinnu tengdri landnotkun á landsvísu.

Verkefnisstjóri við gerð landshluta og svæðisáætlana í landgræðslu.

Sér um samskipti við sveitarfélög og framkvæmdaaðila vegna skipulagsmála landnýtingar og innleiðingu náttúrumiðaðra lausna í skipulag. Miðlar upplýsingum um mikilvægi vistkerfisnálgunar og notkun náttúrumiðaðra lausna við skipulag, hönnun og framkvæmdir í þéttbýli og dreifbýli.

Verkstýrir viðburðum og ársskýrslugerð.

Edda Linn Rise

Edda Linn Rise

Fornleifafræðingur (BA) og safnafræðingur (MA).

Hefur umsjón með skjalastjórn og skjalavörslu Landgræðslunnar, einnig með myndasafni og bókasafni stofnunarinnar.

Veitir aðstoð og ráðgjöf til starfsfólks í skjala- og myndaskráningu o.fl.

Leysir launafulltrúa af í forföllum eða fjarveru.

Situr sem öryggisfulltrúi í öryggisnefnd Landgræðslunnar.

Elín Fjóla Þórarinsdóttir

Elín Fjóla Þórarinsdóttir

Vinnur við landupplýsingamál Landgræðslunnar, svo sem með gagnaöflun, -skráningu, -vistun, -skipulagi og miðlun landupplýsingagagna.

Hefur umsjón með kortlagningu landgræðslusvæða.

Sinnir verkstjórn á vöktunarverkefnum við Hálslón.

Vinnur að markmiðssetningu og áætlanagerð fyrir landgræðslusvæði.

Vinnur að myndvinnslu, kortlagning og kortagerð

Tekur þátt í fræðslu- og kynningarstarfi sem tengist markmiðum starfsins, áætlanagerð og stefnumótun innan stofnunarinnar í samvinnu við annað starfsfólk Landgræðslunnar.

Elín Fríða Sigurðardóttir

Elín Fríða Sigurðardóttir

 • Gunnarsholt
 • Fjármála- og sviðsstjóri
 • Staðgengill landgræðslustjóra
 • Fjármál og rekstur
 • 488 3030
 • elinfrida@land.is

Hefur yfirumsjón með rekstri Landgræðslunnar. Ber ábyrgð á, í samráði við landgræðslustjóra, að árlegur rekstur sé innan ramma fjárlaga og fjárhagsáætlunar. Stýrir gerð fjárhags- og rekstraráætlana fyrir alla starfsemi Landgræðslunnar. Stýrir rekstri sviðs fjármála og rekstrar og daglegum störfum starfsmanna sviðsins og yfirumsjón með faglegum gæðum verkefna sviðsins. Hefur yfirumsjón með innkaupum Landgræðslunnar og innleiðingu grænna skrefa.

Hefur yfirumsjón með og samræmir mannauðsmál, tekur þátt í gerð stofnanasamninga f.h. Landgræðslunnar.  Vinnur að innri fræðslu og endurmenntun starfsfólks.

Hefur yfirumsjón með aðgangi starfsfólks að Orra, fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins f.h. Landgræðslunnar. Yfirumsjón með öðrum sameiginlegum tölvukerfum, m.a. Microsoft 365.

Hefur yfirumsjón með miðlægum verkefnum, s.s. verkefnastofu, rannsóknarstofu, rekstri bifreiða sem og rekstri húsnæðis, lóða og jarða Landgræðslunnar.

Hefur frumkvæði að verkefnum sem styðja markmið Landgræðslunnar.

Fífa Jónsdóttir

Fífa Jónsdóttir

 • Reykjavík
 • Grafískur hönnuður
 • Vísindamiðlun
 • Vefumsjón
 • 488 3000
 • fifa@land.is

Markmið starfsins er efling almennrar þekkingar og skilnings á viðfangsefnum Landgræðslunnar með því að: a) miðla vísindalegum upplýsingum á einfaldan hátt í texta- eða myndrænu formi í gegnum vefsíðu eða aðra miðla, b) vera í fjölbreyttum samskiptum og samstarfi við starfsfélaga og alla hagaðila, c) sinna ritstjórn og útgáfu.

Hefur umsjón með reglulegri uppfærslu fræðsluáætlunar, með vefsíðu Landgræðslunnar, www.land.is, með Facebook, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum Lr. og umsjón með gerð og útgáfu auglýsinga, kynninga- og fræðsluefnis.

Myndataka á viðburðum á vegum Landgræðslunnar er í höndum Fífu, ásamt grafískri hönnun og -vinnslu.

Garðar Þorfinnsson

Garðar Þorfinnsson

 • Gunnarsholt
 • Héraðsfulltrúi
 • Verkefnastjóri LBS
 • 488 3040
 • gardar@land.is

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í vernd og endurheimt vistkerfa.

Hefur með höndum hópstjórn héraðssetra.

Er verkefnisstjóri Landbótasjóðs Landgræðslunnar.

Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum á Suðurlandi ásamt öðrum héraðsfulltrúum á svæðinu.

Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum.

Guðmundur Páll Steinarsson

Guðmundur Páll Steinarsson

Sér um að flytja efni og tæki á uppgræðslusvæði.

Vinnur að sáningu, áburðardreifingu og uppskerustörf.

Þróar verklag og tækni.

Hirðir um og viðheldur tækjabúnaði Landgræðslunnar.

Guðný Halldóra Indriðadóttir

Guðný Halldóra Indriðadóttir

Vinnur að öflun, skráningu og vistun landupplýsingagagna.

Sér um að gagnaskipulag og gagnamiðlun samræmist þörfum og kröfum stofnunarinnar.

Aflar upplýsinga um landgræðslusvæði og uppgræðsluframkvæmdir.

Skráir í gagnagrunn og hefur umsjón með hnitsettum gögnum í gagnagrunni stofnunarinnar.

Hefur umsjón með aðgerðaskráningagrunni stofnunarinnar. Tekur saman gögn úr aðgerðaskráningu og skráningu eldri aðgerða.

Vinnur að kortlagningu og kortagerð.

Guðný Rut Guðnadóttir

Guðný Rut Guðnadóttir

Stuðlar að bættum árangri og styður við faglegan grunn landgræðslustarfs með þátttöku í loftslagstengdum vöktunar- og rannsóknaverkefnum á vegum Landgræðslunnar.

Tekur þátt í skipulagi og feltvinnu með mælingum á kolefnislosun/-forða vistkerfa á vegum Landgræðslunnar.

Gunnhildur Eva G. Gunnarsdóttir

Gunnhildur Eva G. Gunnarsdóttir

Hefur umsjón með C/N mælitæki og notkun þess.

Hefur umsjón með/tekur þátt í rannsókna- og vöktunarverkefnum og áætlanagerð tengdum loftslagsmálum og landnýtingu (LULUCF), svo sem gagnaumsjón, tölfræðiúrvinnslu og fræðiskrifum.

Hefur umsjón með gagnasamræmingu, -skipulagi, úrvinnslu og birtingu LULUCF gagna Landgræðslunnar.

Sér um tölfræðiúrvinnslu LULUCF gagna.

Heldur utanum verkefnaáætlunum (s.s. umbótaáætlun LULUCF).

Gústav Magnús Ásbjörnsson

Gústav Magnús Ásbjörnsson

 • Gunnarsholt
 • Sviðsstjóri
 • Vernd og endurheimt
 • 488 3000
 • gustav@land.is

Sviðstjóri verndar og endurheimtar. Sviðsstjóri situr í framkvæmdastjórn sem mótar rekstraráætlun og stefnu stofnunarinnar í samræmi við fjármálaáætlun og aðrar stefnur ríkisins. Á sviðinu er fjöldi starfsfólks að jafnaði um 30 og dreifist á allar starfsstöðvar stofnunarinnar. Sviðsstjóri heldur utan um málefni starfsfólks s.s. starfsmannasamtöl, ráðningar og daglega stjórnun.

Bændur græða landið →  Landbótasjóður → Rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði verndar og endurheimtar vistkerfa → Umsjón Landgræðslusvæða → Endurheimt votlendisVarnir gegn landbrotiEndurheimt birkiskóga → Rekstur fræverkunarstöðvar → Umsjón landgræðslugirðinga → Verkefni um loftslagsávinning, varnir gegn náttúruvá o.fl

Verkefnisstjórn Loftslagsvænni landbúnaðar → Ráðgjafanefnd Landbótasjóðs Norður Héraðs → Verkefnisstjórn samstarfsverkefnis um endurheimt birkiskóga → Tengiliður Landgræðslunnar í samstarfssamningi við Votlendissjóð

Helga Lucie Andrée Káradóttir

Helga Lucie Andrée Káradóttir

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Tekur þátt í áætlanagerð, umsjón og eftirliti með landgræðsluverkefnum.

Aflar upplýsinga, vaktar ástand gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðira og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.

Hrefna Jensdóttir

Hrefna Jensdóttir

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Tekur þátt í áætlanagerð, umsjón og eftirliti með landgræðsluverkefnum á Norðaustur- og Austurlandi.

Aflar upplýsinga, vaktar ástand gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðira og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni á starfssvæðinu.

Hubertine Petra M Kamphuis

Hubertine Petra M Kamphuis

Aðstoðar við framkvæmd rannsókna- og þróunarstarfs á rannsóknastofu Landgræðslunnar og í felti.

Iðunn Hauksdóttir

Iðunn Hauksdóttir

 • Hvanneyri
 • Verkefnisstjóri EHV
 • Héraðsfulltrúi
 • 488 3000
 • idunn@land.is

Héraðsfulltrúi á Vesturlandi og Vestfjörðum og verkefnisstjóri endurheimtar votlendis (EHV).

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Gerir áætlanir og hefur umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum.

Aflar upplýsinga, vaktar ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir

 • Sauðárkrókur
 • Héraðsfulltrúi
 • Verkefnisstjóri Hagagæða
 • 488 3000
 • ingunn@land.is

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Gerir áætlanir og hefur umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum.

Aflar upplýsinga, vaktar ástandi gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Skráir landgræðsluaðgerðir og mat á árangri.

Veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.

Er verkefnisstjórn Hagagæða.

Jóhann Helgi Stefánsson

Jóhann Helgi Stefánsson

BS Landfræði, MA Umhverfis- og auðlindafræði.

GróLind, Kortlagning beitarsvæða sauðfjár, Landvöktun – Lykillinn að betra landi, Gæðastýring í sauðfjárframleiðslu, Landgræðsluskólinn.

Stjórnun náttúruauðlinda, samfélags- og vistfræðileg kerfi, þátttökunálganir, lýðvísindi, beitarlönd, samspil manns og náttúru, sjálfbær landnýting, sjálfbær nýting náttúruauðlinda, greining á og samstarf við hagsmunaðilla

Tekur þátt í verkefni um mat á ástandi gróðurauðlindar landsins, GróLind. Tekur Þátt í teymi sem vinnur að þróun og framkvæmd GróLindar. Hefur umsjón með ýmsum verkþáttum í verkefnum stofnunarinnar sem tengjast GróLind.

Skráir og uppfærir gögn tengd GróLind.

Tekur þátt í fræðslu- og kynningarstarfi Landgræðslunnar og í faglegu þróunarstarfi Landgræðslunnar í tengslum við mat á ástandi lands með áherslu á félags- og vistfræðileg kerfi (e. socio-ecological systems).

 

Jóhann Thorarensen

Jóhann Thorarensen

Vinnur að öflun, skráningu og vistun landupplýsingagagna og sér um að gagnaskipulag og gagnamiðlun samræmist þörfum og kröfum stofnunarinnar.

Vinnur að vöktun votlendisvistkerfa, GPS mælinga og úrvinnslu mælipunkta. Setur inn og hefur umsjón með gögnum í gagna- og loftmyndagrunni Landgræðslunnar, auk þess að sinna myndvinnslu og kortagerð.

Þróar aðferðir fyrir notkun flygilda við vöktun og endurheimt vistkerfa.

Jóhann Þórsson

Jóhann Þórsson

 • Reykjavík / Gunnarsholt
 • Sérfræðingur
 • Fagteymisstjóri loftslags og jarðvegs
 • 488 3000
 • johann.thorsson@land.is

Leiðir faglega vinnu á sviði jarðvegsverndar, loftslagsmála og vistkerfaverndar.

Sér um þróunarstarf og vistkerfavöktun.

Ber fagleg ábyrgð á LULUCF bókhaldi Landgræðslunnar og ábyrgð á gerð rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir LULUCF bókhaldið.

Hefur ábyrgð á samræmingu rekstrar- og framkvæmdaáætlana sem tengjast málaflokkum Teymis loftslags og jarðvegs og hefur eftirlit með framkvæmd verkefnaáætla sem tengjast málaflokkunum.

Tekur þátt í fræðslu- og kynningarstarfi sem tengist markmiðum starfsins og sér um rannsókna- og þróunarstarfi tengt málaflokkunum.

Jóhannes Guðmundsson

Jóhannes Guðmundsson

Hirðir um og viðheldur girðingum og girðingarbúnaði.

Sér um viðhald og hirðir um annan búnað stofnunarinnar.

Vinnur að öðrum verkefnum á héraðssetrinu á norðausturlandi eftir þörfum í samráði við héraðsfulltrúa.

Situr sem öryggistrúnaðarmaður í öryggisnefnd Landgræðslunnar.

Jón Jónsson

Jón Jónsson

Hefur umsjón með fræverkunarstöð í Gunnarsholti.

Vinnur við sáningu, áburðardreifingu og uppskerustörf.

Hirðir um og viðheldur tækjabúnaði Landgræðslunnar.

Þróar verklag og tækni.

Katrín Valsdóttir

Katrín Valsdóttir

Vinnur við rannsóknir,  greiningu og áætlanagerð í verkefnum tengdum vernd og endurheimt vistkerfa með áherslu á gróður og jarðveg.

Vinnur við gagnaúrvinnslu rannsóknagagna og uppgjör verkefna.

Veitir fræðslu og hef samskipti við sérfræðinga, hagaðila, sveitarfélög og almenning fyrir hönd Landgræðslunnar.

Tekur þáttt í stefnumótun innan stofnunarinnar.

Kristín Svavarsdóttir

Kristín Svavarsdóttir

 • Reykjavík
 • Sérfræðingur
 • Fagteymisstjóri verndar og endurheimtar vistkerfa
 • 488 3000
 • kristins@land.is

Leiðir faglega umræðu um málaflokkinn vernd og endurheimt vistkerfa hjá stofnuninni til að tryggja fagleg vinnubrögð.

Leone Tinganelli

Leone Tinganelli

Skráir í kolefnisbókhald Landgræðslunnar, skráningar fyrir LULUCF hluta loftslagsbókhalds Íslands ásamt skrifum í landsskýrslur loftslagsbókhaldsins, og þróun verkefna í tengslum við loftslagsmál.

Skráir og uppfærir gögn (svo sem tímaraðir, losunarstuðla og útreikninga fyrir losun/bindingu) sem tengjast loftslagsbókhaldi Íslands (LULUCF). Tekur þátt í gerð landsskýrslna fyrir loftslagsbókhald Íslands.

Hefur umsjón með og/eða tekur þátt í ýmsum verkþáttum í verkefnum stofnunarinnar sem tengjast kolefnisbindingu og loftslagsmálum.

Magnús Hrafn Jóhannsson

Magnús Hrafn Jóhannsson

 • Gunnarsholt
 • Sérfræðingur
 • Fagteymisstjóri nýsköpunar og hringrása
 • 488 3000
 • magnus@land.is

Fagteymisstjóri nýsköpunar og hringrása

Vinnur að rannsóknum og verkefnum tengdum nýsköpun og hringrásum s.s. virkni og notkun landgræðslutegunda, áburðarnotkun og uppgræðslutækni.

Stjórnar rannsóknaverkefnum og öðrum viðamiklum verkefnum.

Veitir ráðgjöf um skipulag og framkvæmd landgræðsluverkefna.

Kennir og veitir nemendaverkefnum leiðsögn sem nýtist í landgræðslu.

Vinnur áætlanir í samvinnu við annað starfsfólk Landgræðslunnar og miðlar þekkingu í tengslum við viðfangsefni Landgræðslunnar.

Tekur þátt í stefnumótun innan stofnunarinnar.

Situr fyrir hönd Landgræðslunnar í starfsnefndum utan stofnunar.

Magnús Ingi Gunnarsson

Magnús Ingi Gunnarsson

Vinnur við jarðvinnslu, áburðardreifingu og uppskerustörf.

Veitir fræöflun Landgræðslunnar umsjón, vinnur við fræhreinsun, fræhúðun og sekkjun á landgræðslufræi og sér um fluttninga á efni og tækjum.

Hirðir um og viðheldur tækjabúnaði Landgræðslunnar.

Þróar verklag og tækni.

Magnús Þór Einarsson

Magnús Þór Einarsson

Hefur umsjón með áætlanagerð verkefnisins, Endurheimt skóga, skv. hugmyndafræði FLR (Forest landscape restoration) fyrir þátttökusvæði Bonn áskorunarinnar í samstarfi við verkefnisstjórn, annað starfsfólk Landgræðslunnar og Skógræktarinnar auk hagaðila hverju sinni.

Vinnur í teymi að skipulagningu og framkvæmd endurheimtar birkiskóga á þátttökusvæðum.

Vinnur með teymi að skipulagningu á plöntuútboðum og samningagerð.

Tekur þátt í skipulagningu gróðursetningar og ráðningu verktakahópa og sjálfboðaliðahópa.

Heldur utan um skráningu framkvæmda í kortagrunn, skýrslugerð og árangursmat.

Sér um fræðslu, ráðgjöf og miðlun upplýsinga um verkefnið.

Pétur Gunnarsson

Pétur Gunnarsson

Er umsjónarmaður hússvörslu, eldvarna og sorpmála (flokkun og förgun) í Gunnarsholti.

Situr sem öryggisfulltrúi stofnunarinnar í öryggisnefnd.

Rán Finnsdóttir

Rán Finnsdóttir

Tekur þátt í verkefni um mat á ástandi gróðurauðlindar landsins, GróLind. Í því felst þátttaka í teymi sem vinnur að þróun og framkvæmd GróLindar s.s. umsjón ýmissa verkþátta í verkefnum stofnunarinnar sem tengjast GróLind.

Skipuleggur feltvinnu í tengslum við GróLind.

Tekur þátt í faglegu þróunarstarfi í tengslum við mat á ástandi lands og fræðslu- og kynningarstarfi Landgræðslunna.

 

Reynir Þorsteinsson

Reynir Þorsteinsson

 • Gunnarsholt
 • Umsjónarmaður fasteigna og jarða
 • 488 3002
 • reynir@land.is

Hefur umsjón með viðhaldi og útleigu fatseigna.

Sér um útleigu túna, akra og beitarhólfa í Gunnarsholti.

Hefur umsjón með rekstri bifreiða.

Annast innkaup á bifreiðum, tækjum og vörum.

Salbjörg Matthíasdóttir

Salbjörg Matthíasdóttir

Sér um að stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd sé framfylgt.

Hefur umsjón með loftslagstengdum uppgræðsluverkefnum samstarfsaðila og umsjón með endurheimt vistkerfa á Hólasandi.

Tekur þátt í þróun og ráðgjöf er varðar nýtingu á lífrænum áburði til landgræðslu.

Héraðsfulltrúar á Norðausturlandi vinna í samstarfi að verkefnum Landgræðslunnar á starfssvæðinu.

Veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum.

Sigmundur Helgi Brink

Sigmundur Helgi Brink

 • Reykjavík
 • LUK sérfræðingur
 • Fagteymisstjóri landupplýsinga
 • Vefsmíði og hönnun
 • 488 3000
 • brink@land.is

Faglegur teymisstjóri landupplýsinga og gagnagrunna. Mitt hlutverk er að leiða faglega umræðu um viðkomandi málefni og tryggja fagleg gæði tengdra verkefna.

Sérfræðingur í Landupplýsingakerfum/GIS specialist.

Ábyrgð á faglegu starfi Landgræðslunnar á sviði landupplýsinga. Greining og úrvinnsla landfræðilegra gagna, þróun aðferða og nauðsynlegra tóla til slíkrar úrvinnslu.

Gagnaöflun, rasta greiningar og úrvinnsla, útreikningar og landfræðileg tölfræði fyrir LULUCF vegna loftlagsbókhalds og landnotkunar.

Gerð stafrænna korta með landfræðilegum upplýsingum

Umsjón með landfræðilegum gagnasöfnum og birting þeirra á vef stofnunarinnar.

Nýsköpun og þróunarvinna á sviði landupplýsinga

Vefhönnun og vefforritun.

→   Landupplýsingar

→   Kolefnisbókhald

→   LULUCF

  GróLind

  Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu

www.brink.is

„Allt batnar með tímanum nema maður sé banani“

Sigríður Þorvaldsdóttir

Sigríður Þorvaldsdóttir

Hefur umsjón með almennum verkefnum Landgræðslunnar í Suður-Þingeyjarsýslu og með héraðssetrinu.

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum.

Aflar upplýsinga, vaktar ástand gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Vinnur við verkefni sem tengjast mótvægisaðgerðum vegna Hálslóns.

Sér um skráningu landgræðsluaðgerða og mat á árangri og veitir fræðslu, ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.

Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir

Sigurbjörg Bjarney Ólafsdóttir

Sér um og viðheldur jafnlaunavottunarkerfi Landgræðslunnar.

Launafulltrúi, jafnréttisfulltrúi og vinnur við starfsmannamál og fleira á svið fjármála og rekstrar.

Sigurjón Einarsson

Sigurjón Einarsson

Framfylgir stefnu Landgræðslunnar í landgræðslu og gróður- og jarðvegsvernd.

Sér um áætlanagerð, umsjón og eftirlit með landgræðsluverkefnum.

Er verkefnisstjóri verkefnisins Varnir gegn landbroti.

Aflar upplýsinga, vaktar ástand gróðurs og jarðvegs og fylgist með að lögum um landgræðslu sé framfylgt.

Sér um skráningu landgræðsluaðgerða og mat á árangri og veitir fræðslu og ráðgjöf og miðlar upplýsingum um verkefni héraðssetursins.

Sigþrúður Jónsdóttir

Sigþrúður Jónsdóttir

 • Gunnarsholt
 • Sérfræðingur í beitarmálum
 • Fagteymisstjóri sjálfbærrar landnýtingar
 • 488 3000
 • sigthrudur@land.is

Stuðlar að bættum árangri og styður faglegan grunn landgræðslustarfs með því að sinna rannsóknum og þróunarstarfi, einkum hvað varðar beit og áhrif landnýtingar og uppgræðsluaðgerða á gróður og ástand vistkerfa.

Stjórnar rannsóknaverkefnum og ýmsum öðrum viðamikilum verkefnum, veitir ráðgjöf og gerir fræðsluefni um beitarmál og landnýtingu.

Leiðir teymi sjálfbærrar landnýtingar.

Sunna Áskelsdóttir

Sunna Áskelsdóttir

 • Reykjavík
 • Sérfræðingur
 • Verkefnisstjóri Endurheimtar votlendis og vöktunar votlendisvistkerfa
 • 488 3000
 • sunna@land.is

Sér um rannsókna- og þróunarstarf tengt votlendi og endurheimt þess, á vegum Landgræðslunnar og um vöktun votlendisvistkerfa með áherslu á losun og bindingu gróðurhúsalofttegunda.

Hefur umsjón með þróun aðferða til að meta árangur af endurheimt votlendis.

Vinnur að þróun vöktunarverkefnis til að afla nauðsynlegra gagna um losun og bindingu votlendis fyrir loftlagsbókhald Íslands og hef umsjón með framkvæmd verkefnisins.

Hefur ábyrgð á gerð árlegrar rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir vöktun votlendisvistkerfa og umsjón með skráningu og uppfærslu gagna, sem tengjast votlendi, í LULUCF bókhaldi Landgræðslunnar. Hef einnig umsjón með skrifum votlendiskafla í landsskýrslur loftlagsbókhaldsins.

Therese Sundberg

Therese Sundberg

Yfirmatráður í Gunnarsholti.

Hefur umsjón með starfsemi og rekstri mötuneytis og sér um innkaup á matvörum og rekstrarvörum fyrir mötuneytið.

Þorlákur Páll Jónsson

Þorlákur Páll Jónsson

Sér um flutning á efni og tækjum á uppgræðslusvæði og vinnur við sáningu, áburðardreifingu og uppskerustörf.

Hirðir um og viðheldur tækjabúnaði Landgræðslunnar og þróar verklag og tækni.

Vinnur við skipulag og framkvæmdir í Dimmuborgum.

 

Þorsteinn Kristinsson

Þorsteinn Kristinsson

Rekur og viðheldur tölvukerfum og hugbúnaði Landgræðslunnar þannig að nýting verði sem best fyrir starfsfólk og starfssemi stofnunarinnar.

Kerfisstjóri hefur rekstrarlega þekkingu á öllum kerfum upplýsingatækni sem stofnunin notar.

Hefur umsjón með geymslu og afritun rafrænna gagna.

Hefur umsjón með sýndarumhverfi (VMware) og gagnageymslum.

Sér um uppbyggingu, þróun og umsjón með gagnagrunnum stofnunarinnar.

Leiðbeinir og aðstoðar verkefnastjóra og starfsfólk við gerð gagnastaðla og gagnaskipulags.

Sér um forritun á gagnavinnsluferlum.

Hefur umsjón með innkaupum, viðhaldi og uppsetningu mælitækja stofnunarinnar.

Hefur umsjón með gagnasöfnun og varðveislu gagna úr mælitækjum.

Forritar og þróar hugbúnaðarlausnir tengdar mælitækjum.

Ölvir Styrmisson

Ölvir Styrmisson

Fornvistfræðingur/landfræðingur og líffræðingur.

Tekur þátt í verkefnum tengdum vöktun á votlendisvistkerfum.

Tekur þátt í teymisvinnu við þróun og framkvæmd votlendisvöktunar.

Heldur utan um gögn, gagnaskipulag og úrvinnslu gagna.

Sinnir tölfræðilegri gagnaúrvinnslu, líkanagerð og skýrsluskrifum tengdum votlendisrannsóknum.

Mælir losun GHL frá votlendi í felti.

Votlendi, Endurheimt votlendis, Losun gróðurhúsalofttegunda frá landi →  Vatnaskil, Loftslagsbókhald í landgræðslu , Landsvirkjun