land.is
Landgræðslan

Umhverfismál

Heim » Miðlun » Umhverfismál

Umhverfismál

Viðfangsefni Landgræðslunnar er náttúra Íslands og vistkerfi hennar. Það er því mikil áhersla lögð á að starfsemi stofnunarinnar sé unnin með lágmarks neikvæðum áhrifum á umhverfið, sóun sé engin og jákvæð áhrif hámörkuð. Stofnunin vinnur að sjálfbærri landnýtingu og vernd og endurheimt vistkerfa. 

Loftslagsstefna 

Við hjá Landgræðslunni höfum sett okkur loftlagsstefnu fyrir tímabilið 2020-2030. Við munum sífellt leitast við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og viðhalda kolefnisjöfnun á starfsemi okkar. Fram til 2030 munum við draga úr losun okkar á gróðurhúsalofttegundum (CO2) um 40% í sem flestum rekstrarþáttum starfseminnar. Viðmið og áherslur loftlagstefnunnar okkar og tenging við núverandi skuldbindingar er kynnt. Í loftlagstefnunni okkar er jafnframt aðgerðaáætlun sem fer yfir hvernig við ætlum að draga úr losun frá helstu losunarþáttum okkar.

Sviðsmynd úr stefnunni okkar fyrir árin 2018-2030 gefur til kynna að samdráttur í losun af rekstri stofnunarinnar okkar verði 36%, losun vegna áburðar eykst um 4% og aukning verður í kolefnisbindingu í almennri landgræðslu um 13%. Við hjá Landgræðslunni stuðlum einnig að binding kolefnis í gegnum ýmis samstarfsverkefni sem er ekki tekin með í reikinginn þegar kolefnisspor okkar er reiknað. Að lokum er vert að nefna að starfsemi okkar hjá Landgræðslunni er almenn loftlagsvæn, það er að segja kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi vegur mun meira en losun frá starfseminni. 

land.is

Loftslagsstefna Landgræðslunnar 2020-2030

Græn skref

Landgræðslan hefur fengið viðurkenningu fyrir að hafa ráðist í nauðsynlegar aðgerðar til að ná í fimmta og síðasta skrefið í Verkefninu grænum skrefum. Verkefnið er leið til þess að bæta umhverfismál stofnana og fyrirtækja og unnið er eftir gátlistum í fimm skrefum þar sem auknar kröfur bætast við með hverju skrefi. Unnið er með sjö flokka viðfangsefna sem ná yfir alla starfsemi viðkomandi stofnunar eða fyrirtækis. Nánari upplýsingar eru á graenskref.is

Græn skref - 2021