Landgræðslan

Verkefnastofa

land.is
Heim | Stofnunin | Verkefnastofa

Verkefnastofa Landgræðslunnar

Markmið Verkefnastofu Landgræðslunnar eru að:

    • þróa og innleiða gæðakerfi verkefna
    • starfsfólk Landgræðslunnar vinni eftir samræmdum verkferlum
    • markmið verkefna verði skilgreind út frá tíma, kostnaði og mælikvörðum um árangur
    • skoðað skörun verkefna og möguleika á samvinnu og samnýtingu þeirra
    • leiðbeina starfsfólki við gerð verkefnisáætlana
    • efla og fylgja eftir útgefnu efni stofnunarinnar og samræma útlit og uppsetningu þess

Samræmdir verkferlar

Svo að gæði verkefna stofnunarinnar verði eins og best verður á kosið hefur verið unnið að samræmingu verkefnisáætlana til þess m.a. að tryggja að verkefni verði unnin eftir samræmdum verkferlum og standist kröfur stofnunarinnar sem byggja á viðurkenndri aðferðafræði.

Hjá verkefnastofu verður hægt að hafa yfirlit á verkefni stofnunarinnar á líftíma þeirra og hvernig þeim vindur fram. Þetta auðveldar m.a. samræmingu og samhæfingu verkferla og vinnubragða, hægt verður að fylgja eftir gerð árangursmats og umbóta og að dregin verði þekking af verkefnum sem nýtist starfi stofnunarinnar.

Stjórnendur koma til með að geta haft yfirsýn á verkefni m.t.t. hvaða verkefni eru í gangi á hverjum tíma, stöðu þeirra, hvaða og hve margt starfsfólk vinnur að þeim, mælingum á árangri og kostnaði o.fl.