Matvælaráðuneytið og BIODICE munu standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda 21. september nk. á Hilton Nordica frá kl. 9.00 til 12.30
Markmið málþingsins er að vekja athygli á hugtakinu vistkerfisnálgun, og hlutverki þess í stefnumörkun matvælaráðuneytisins. Efni málþingsins mun nýtast í aðgerðaáætlunum ráðuneytisins.
Bryndís Marteinsdóttir fer með erindi fyrir hönd Landgræðslunnar á málþinginu.
Dagskrá
Húsið opnað kl. 8.30
Fundarstjóri: Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
9.00-9.10 Ávarp og setning: Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra
9.10-10.30 Yfirlitserindi fagaðila BIODICE um vistkerfislega nálgun: Hugtök, saga, alþjóðlegt og íslenskt samhengi og stöðumat. Höfundar: Sérfræðingateymi BIODICE.
Flytjendur: Skúli Skúlason, Háskólinn á Hólum og Náttúruminjasafn Íslands, Snorri Sigurðsson, Náttúrufræðistofnun Íslands, Bryndís Marteinsdóttir Landgræðslan, Edda Sigurdís Oddsdóttir Skógræktin, Hrönn Egilsdóttir Hafrannsóknastofnun. Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna.
Umræður
10.30-10.50 Kaffihlé
10.50 – 12.10 Erindi (10 mín. hvert): Reynsla hagaðila af auðlindanýtingu í sátt við náttúruna og vistkerfisnálgun.
-
-
-
- Fulltrúar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Bændasamtaka Íslands – Sigurður Torfi Sigurðsson, ráðunautur í umhverfis- og landnýtingarmálum RML, og Valur Klemensson, sérfræðingur í umhverfismálum BÍ
-
- Fulltrúi bændasamfélagsins – Oddný Steina Valsdóttir, bóndi Butru
-
- Fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi – Lísa Anne Libungan, fiskifræðingur
-
- Fulltrúar fyrirtækis í sjávarútvegi – Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftslagsmála, og Kristján Þórarinsson, fagstjóri fiskimála, Brimi
-
- Fulltrúi sveitarfélaga/skipulagsaðila – Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði
-
- Fulltrúi náttúruverndarsamtaka – Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir, líffræðingur og umhverfisfulltrúi Ungra umhverfissinna
-
-
Umræður
12.10 – 12.30 Samantekt og lokaorð – málþingsslit: BIODICE og MAR