Í þágu fólks og náttúru
- Margbreytileiki endurheimtar
- Vernd og endurheimt vistkerfa
- Algengar spurningar
- decadeonrestoration.org
Framkvæmdaáætlun
10 ár til að endurheimta vistkerfi jarðar – 10 aðgerðir sem skipta máli – á hverjum degi!
Áratugur Sþ um endurheimt vistkerfa gefur okkur von um að við getum stutt við og hlúð að náttúrunni sem við byggjum lífsafkomu og velferð okkar á. Heil 10 ár gætu virst langur tími en eru engu að síður örskot í stóru mynd loftslagsbreytinga og afleiðinga þeirra. Næstu 10 ár eru sá tími sem flestir vísindamenn heimsins telja að skipti okkur mestu máli til að draga úr áhrifum og takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum sem og til að tapa ekki fleiri tegundum út úr flóru og fánu jarðar. Hér fyrir neðan eru 10 aðgerðir framkvæmdaáætlunar áratugs Sþ sem ætlað er að hafa áhrif á okkur að snúa frá frekari eyðileggingu yfir í vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbæra auðlindanýtingu
1. Eflum hnattræna hreyfingu
Yfirmarkmið áratugs endurheimtar er að stöðva og snúa við gríðarlega umfangsmikilli eyðingu og hnignun vistkerfa heimsins. Þetta er risastórt verkefni og afar flókið vegna þess hve margbreytileg vistkerfi heimsins eru og hve ógnirnar sem að þeim steðja eru af ólíkum toga. Það þarf sameiginlega sýn og samvinnu og áratugur Sþ um endurheimt vistkerfa skapar vettvang sem þarf til að tengja og valdefla fólk sem vinnur að endurheimt um allan heim. Hópar og einstaklingar geta fundið upplýsingar um endurheimtarmöguleika í næsta nágrenni sínu og geta tekið þátt í verkefni sem er nú þegar í gangi eða komið nýjum af stað.
2. Fjármögnum endurheimtarverkefni
Endurheimt vistkerfa kostar peninga og oft skortir fjármagn og langtíma fjárhagslegt öryggi hjá framkvæmdaaðilum. Þó ávinningur endurheimtar sé margfalt meiri en kostnaðurinn sem hlýst af slíkum framkvæmdum þá er ljóst að það þarf fjárfesta í endurheimtaraðgerðum fyrir marga milljarða til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Ríki, alþjóðlegar lánastofnanir, þróunarstofnanir og einkafyrirtæki þurfa því að koma inn af meiri krafti. Einstaklingar geta einnig lagt hönd á plóg með fjárframlögum eða með að bjóða fram aðstoð sína, sérþekkingu eða eiga frumkvæði að verkefnum.
3. Búum til hvata
Yfirmarkmið áratugs endurheimtar er að stöðva og snúa við gríðarlega umfangsmikilli eyðingu og hnignun vistkerfa heimsins. Þetta er risastórt verkefni og afar flókið vegna þess hve margbreytileg vistkerfi heimsins eru og hve ógnirnar sem að þeim steðja eru af ólíkum toga. Það þarf sameiginlega sýn og samvinnu og áratugur Sþ um endurheimt vistkerfa skapar vettvang sem þarf til að tengja og valdefla fólk sem vinnur að endurheimt um allan heim. Hópar og einstaklingar geta fundið upplýsingar um endurheimtarmöguleika í næsta nágrenni sínu og geta tekið þátt í verkefni sem er nú þegar í gangi eða komið nýjum af stað.
4. Hvetjum til forystu
Endurheimt vistkerfa kostar peninga og oft skortir fjármagn og langtíma fjárhagslegt öryggi hjá framkvæmdaaðilum. Þó ávinningur endurheimtar sé margfalt meiri en kostnaðurinn sem hlýst af slíkum framkvæmdum þá er ljóst að það þarf fjárfesta í endurheimtaraðgerðum fyrir marga milljarða til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Ríki, alþjóðlegar lánastofnanir, þróunarstofnanir og einkafyrirtæki þurfa því að koma inn af meiri krafti. Einstaklingar geta einnig lagt hönd á plóg með fjárframlögum eða með að bjóða fram aðstoð sína, sérþekkingu eða eiga frumkvæði að verkefnum.
5. Breytum hegðun
Þó forsendur endurheimtar séu alltaf sértækar eftir aðstæðum hverju sinni, þá eru öflin sem knýja eyðingu vistkerfa gjarnan tengd á hnattrænum skala. Til dæmis er eyðing skóga, landbúnaðarjarðvegs og fiskistofna beintengd hnattrænu neyslumynstri mannfólksins. Áratugur endurheimtar mun vinna með öllum samstarfsaðilum sínum að því að greina og hvetja til sjálfbærari og vistvænni neysluvenja.
6. Fjárfestum í rannsóknum
Endurheimt er margslungið inngrip í náttúrulega ferla og aðferðir sem virka innan eins vistkerfis hafa hugsanlega neikvæð áhrif annarsstaðar. Með loftslagsbreytingum bætist enn við óvissuna. Það er ekki víst að endurheimt vistkerfis til fyrra horfs verði alltaf ákjósanlegasta leiðin þar sem hærri lofthiti eða breytingar í úrkomu gætu haft áhrif á tegundaval við endurheimt. Fræðilegur skilningur á því hvernig best er að endurheimta og aðlaga vistkerfi að breyttum forsendum er í stöðugri þróun. Veruleg þörf er á að fjárfesta í auknum rannsóknum til að greina hvaða leiðir eru ákjósanlegastar til að endurheimta röskuð vistkerfi heimsins, svæði fyrir svæði.
7. Byggjum upp færni
Nú þegar eru þúsundir verndar- og endurheimtarverkefna í gangi um allan heim og áratugur endurheimtar mun græða á forskotinu sem felst í uppsafnaðri reynslu og þekkingu frá öllum þeim sem standa að baki þessum verkefnum. Engu að síður glímir fólk sem fæst við endurheimt vistkerfa oft við fjölbreyttar áskoranir og oft þarf ítarlegri rannsóknir og betri innsýn í ástæður eyðingarinnar eða forsendur endurheimtarinnar svo hægt sé að tryggja fjármögnun eins lengi og með þarf. Vettvangur áratugsins leggur áherslu á að byggja upp þá færni sem þarf til endurheimtar innan hópa sem áframhaldandi eyðing vistkerfa mun bitna hvað mest á í nútíð og framtíð. Frumbyggjar, konur og ungt fólk þurfa til að mynda að vera mjög sýnileg og taka virkan þátt í endurheimt vistkerfa.
8. Ýtum undir vistkerfishugsun
Krafturinn sem þarf til að færa öll vistkerfi jarðar til lífs á ný kemur ekki eingöngu frá stjórnvöldum, sérfræðingum og framkvæmdaaðilum. Það er langt í frá svo. Hugarfarsbreytingin sem þarf að verða svo við hættum að rústa vistkerfum og þess í stað hlúa að þeim er menningarleg áskorun. Framkvæmdaáætlun áratugsins kallar því eftir að listafólk af öllu tagi, framleiðendur, fjölmiðlafólk og fólk í öllum geirum samfélagsins taki þátt í að skapa hughrifin sem þarf til að vernda móður jörð.
9. Hugum að næstu kynslóð
Unga fólkið og komandi kynslóðir munu verða hvað mest fyrir barðinu á neikvæðu afleiðingum þeirrar hröðu vistkerfaeyðingar sem nú er í gangi. En, þau munu einnig hagnast hvað mest á uppbyggingu nýrra starfa sem eiga rætur í vistkerfavernd og sjálfbærri auðlindanýtingu. Framkvæmdaáætlun áratugsins sýnir fram á beina tengingu milli velferðar unga fólksins og velferðar vistkerfa jarðar og aukin grunnmenntun á sviði endurheimtar mun efla skilning barna á gildi vistkerfishugsunar.
10. Hlustum og lærum
Við viljum heyra hvað þér finnst. Endilega sendu okkur línu, segðu okkur frá þínum hugmyndum og hvernig þú vilt leggja þitt af mörkum með okkur við að hjálpa náttúrunni að hjálpa sér sjálfri.