Áratugur Endurheimtar Vistkerfa 2021-2030

Algengar spurningar

Áratugur endurheimtar vistkerfa
Heim » Miðlun » Kynning og fræðsla » Áratugur endurheimtar vistkerfa » Algengar spurningar

Algengar spurningar

land.is
Hvenær hefst Áratugur Endurheimtar?

Áratugur Endurheimtar er hafinn! Verkefnið hófst í september 2020 þegar framkvæmdaáætlun verkefnisins var birt. Síðan þá höfum við tekið á móti öllum sem vilja með okkur og hefjast handa. Það verður hins vegar opinber athöfn á næsta Degi Umhverfisins, þann 5. júní 2021. Þá höfum við tækifæri á að ná til enn fleira fólks og hvetja til samstöðu.

Hvernig var verkefnið skipulagt?

Markmið Áratugs Endurheimtar er að hraða aðgerðum sem hjálpa okkur að ná fram heimsmarkmiðum okkar næstu 10 árin. Allir sem vilja leggja hönd á plóg eru velkomnir. Við gerð áætlunarinnar nýttum okkur meira en 2000 athugasemdir frá ríkisstjórnum, borgarasamfélögum, vísindamönnum, frumbyggjasamfélögum, jaðarhópum, ungliðahreyfingum og einstaklingum um allan heim. Áætlun okkar skiptist gróflega í 3 þætti; að koma af stað endurheimtarhreyfingu, að byggja upp pólítískan vilja og að byggja upp fjárhagslegt og tæknilegt bolmagn til framkvæmda.

Er endurheimt það sama og að planta trjám?

Tré binda kolefni, gera jarðveg frjósamari, útvega okkur efnivið og orku, eru búsvæði fyrir ýmsar tegundir dýra og plantna og eru vinsæll staður til afþreyingar. Skógrækt sem endurheimt á hentugum svæðum er góð leið til ávinnings í loftslagsbaráttunni. Endurheimt annarra vistkerfa eru einnig afar mikilvæg, allt frá grassléttum, votlendum, fjallendum og til sjávar því öll vistkerfi hafa mismunandi þjónustu upp á að bjóða og eru mikilvæg til að halda uppi líffræðilegum fjölbreytileika. Það er ekki alltaf til ávinnings að planta trjám ef það er ekki gert á hentugum svæðum, það getur meira að segja ollið skaða. Þess má geta að votlendi, þótt þau fái oft ekki eins mikla athygli og skógar, geta geymt enn meira kolefni en skógar og að endurheimta þau getur verið auðveldara í mörgum tilfellum.

Í ljósi Covid-19 heimsfaraldursins, ættum við ekki að beina athygli okkar að uppbyggingu hagkerfisins fyrst?

Við sjáum ákveðin tækifæri í þessum aðstæðum og við trúum að þeir stóru ríkisstyrkir sem hafa verið settir á legg komi til með að vega upp á móti niðursveiflunni. Við trúum einnig að ástandið muni gefa okkur tækifæri á að breyta hugsunarhætti okkar í átt að endurheimtar-hagkerfi sem mun búa til fjöldamörg störf sem leiða muni til sjálfbærari framtíðar. Hagfræðingar meta svo að ávinningurinn af áætluðum endurheimtarverkefnum okkar geti orðið margfalt meiri en kostnaðurinn við þau. Með verndun og endurheimt ýmissa búsvæða og vistkerfa erum við einnig að vinna gegn uppsprettu og útbreiðslu sjúkdóma sem þessa.

Hvernig endurheimtar maður vistkerfi?

Endurheimt er hægt að framkvæma með ýmsum hætti, til dæmis með að planta trjám, taka upp og temja okkur umhverfisvænni aðferðir í ræktun, breyta stýringu fiskveiða og fleira en vanda þarf til verka og skoða þarf alla þá þætti sem endurheimtin hefur áhrif á. Taka þarf mið af gerð vistkerfisins, ástandi þess og ógnum sem að því stafa, hvernig samhugur hagsmunaaðila til verkefnisins er og skoða þarf vel þær auðlindir og úrræði sem eru í boði hverju sinni. Í mörgum tilfellum er stuðningur íbúa samfélagsins, innfæddra eða frumbyggja, jaðarhópa og þá sérstaklega kvenna nauðsynlegur. Endurheimt getur einnig falið í sér að styrkja endurheimtar- eða verndunarverkefni sem nú þegar eru í gangi sem og einnig að beita pólitískum þrýstingi til innleiðingar sjálfbærari stefna á ýmsum vettvangi.

Hverjir eru kostir endurheimtar?

Endurheimt fylgir mikill ávinningur og oft er hægt að vinna gegn mörgum umhverfisvandamálum á sama tíma í einu endurheimtarverkefni. Endurheimt vistkerfa er nauðsynleg ætlum við okkur að halda hlýnun loftslagsins undir 1,5-2°C. Með því að halda vistkerfum heims heilbrigðum verndum við og viðhöldum búsvæðum sem hýsa allan líffjölbreytileika jarðar allt frá minnstu örverum til stærstu spendýra. Heilbrigð vistkerfi eru undirstaða lífsafkomu mannkyns. Endurheimt getur einnig komið í veg fyrir átök og fólksflutning í massavís vegna hnignunar umhverfisins.

Hvað er endurheimt vistkerfa?

þau vistkerfi sem enn eru óröskuð. Heilbrigðari vistkerfi innihalda meiri líffræðilegan fjölbreytileika og gefa af sér meiri auðlindir eins og td. frjósamari jarðveg, meiri uppskeru, stærri fiskistofna, meiri bindingu og geymslu gróðurhúsalofttegunda og svo framvegis. Endurheimt er hægt að framkvæma með ýmsum hætti, td. með að planta ákveðnum tegundum gróðurs, færa dýrategundir á milli svæða eða með því að fjarlægja álagsvalda svo náttúran geti jafnað sig sjálf. Það er ekki alltaf hægt eða jafnvel ekki æskilegt að færa vistkerfi aftur til upprunalegs ástands. Við þurfum til dæmis enn á ræktunarlandi og innviðum að halda og vistkerfi, rétt eins og samfélög þurfa að aðlagast breyttu loftslagi.

Af hverju liggur á því að endurheimta?

Vistkerfi eru undirstaða lífs á jörðinni og með því að raska þeim og eyðileggja, breyta þeim, ofnýta, menga þau og fleira ógnum við lífi og tilveru okkar allra. Metið er að meira en 3,2 milljarðar manna hafi orðið fyrir slæmum áhrifum vegna hnignunar lands. Eyðing og hnignun náttúrulega búsvæða plantna og dýra hefur nú þegar leitt til þess að um það bil 1 milljón tegunda eru nú í útrýmingarhættu og margar fisktegundir eru ofveiddar. Loftslagsbreytingar eru bæði afleiðing og ástæða hnignunar vistkerfa og við erum farin að sjá eins konar snjóboltaáhrif sem erfitt er að grípa inn í og breyta nema með því meðal annars að vernda og endurheimta vistkerfin okkar.