Áratugur Endurheimtar Vistkerfa 2021-2030

Bakgrunnur

Áratugur endurheimtar vistkerfa
Áratugur endurheimtar vistkerfa-Landgræðslan

Bakgrunnur

Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurheimt vistkerfa er ákall til okkar allra um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og náttúru. Markmið ákallsins er að draga úr og snúa við eyðingu og hnignun vistkerfa og endurheimta vistkerfi ásamt því að vernda þau. Virk og fjölbreytt vistkerfi eru mikilvægur grunnur í baráttunni við loftslagsvá og minnkandi líffræðilega fjölbreytni og nauðsynleg sem lífsviðurværi samfélaga.
Áratugur endurheimtar vistkerfa stendur yfir frá árinu 2021 og út árið 2030 eða sama tímabil og vísindamenn hafa skilgreint sem okkar síðasta tækifæri til að koma í veg fyrir hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.

Sjötíu þjóðir frá öllum heimshornum gerðu sér sameiginlegar tillögur um endurheimtaraðgerðir og allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna stofnaði vettvang til að hýsa verkefnið næstu 10 árin. Markmið vettvangsins eru að vekja athygli á og styðja endurheimt sem aðgerð í átt að sjálfbærari framtíð, meðal annars með því að byggja upp pólítískan vilja til endurheimtar og styrkja ýmis verkefni og frumkvöðlastarf í málaflokknum.

Vettvangurinn mun gegna hlutverki miðstöðvar þar sem allir sem hafa áhuga á endurheimt geti leitað að verkefnum, samstarfsaðilum, fjármögnun og þekkingu sem þarf til þess að tryggja velgengni endurheimtarverkefna um allan heim.

Lauslega þýtt af vef decadeonrestoration.org