29. júní, 2021

Loftslagsvænn landbúnaður. Auglýst er eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt

Loftslagsvænn landbúnaður stækkar. Bændum í nautgriparækt boðin þátttaka í Loftslagsvænum landbúnaði

Loftslagsvænn landbúnaður er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Markmið verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.

Samningur var undirritaður fyrr í mánuðinum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindráðuneytið um að stækka verkefnið og bjóða fimmtán búum í nautgriparækt að hefja þátttöku í haust.

Þátttakendur gera skriflega aðgerðaáætlun fyrir búreksturinn, hrinda loftslagsmarkmiðum í framkvæmd og eru virkir þátttakendur í vegferð landbúnaðarins að loftslagsvænum lausunum. Þátttakendur fá heildstæða ráðgjöf, fræðslu og aðhald frá RML, Landgræðslunni og Skógræktinni. Auk þessa þátttökustyrk, styrk til efnagreininga og þegar líður á verkefnið aðgerða- og árangurstengdar greiðslur.

dag eru 27 sauðfjárbú í verkefninu, öll í gæðastýrðri sauðfjárrækt, staðsett víðsvegar á landinu. Öll hafa sett sér aðgerðaáætlun og eru byrjuð að vinna að loftslagsvænum markmiðum. Bændur í nautgriparækt er boðnir velkomnir í hópinn.

Áhugasamir um þátttöku geta sótt um á vefsíðu RML, www.rml.is, eða haft samband við Berglindi Ósk Alfreðsdóttur, verkefnastjóra, í síma 516-5000 eða á berglind@rml.is

Auglýst er eftir nýjum þátttakendum í nautgriparækt

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Þú gætir haft áhuga á….

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Nú í september hefst átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ í fjórða skipti. Lítið virðist vera af fræi almennt en fólk er engu síður hvatt til þess að hafa augun hjá sér og tína því fá grömm eru mörg fræ!

Sumarið í vettvangsvinnu

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar.

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópsk náttúra er ekki í góðu ástandi og hefur sýnt fá merki um bata undanfarin ár. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega greiningu um þörf á aðgerðum til að vernda margvíslegan ávinning sem heilbrigð náttúra hefur í för með sér.