Landgræðslan varð þess heiðurs njótandi að hljóta Jafnvægisvogina, viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Viðurkenningin var afhent við hátíðlega athöfn 12. október og bar yfirheitið Jafnrétti er ákvörðun – við töpum öll á einsleitninni.
Viðurkenningarhafar í þetta skiptið voru 89 talsins, þar af fimmtíu og sex fyrirtæki, ellefu sveitarfélög og tuttugu og tveir opinberir aðilar úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogarinnar er 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi og er það haft til hliðsjónar við matið.
Elín Fríða Sigurðardóttir, fjármálastjóri Landgræðslunnar tók við viðurkenningunni fyrir hönd stofnunarinnar og er til hægri á myndinni.