26. september, 2023

Nýr vegvísir um nýtingu lífbrjótanlegra efna í landgræðslu og landbúnaði

Út er komin skýrsla á vegum matvælaráðuneytisins með tillögum um nýtingu lífbrjótanlegra efna til landgræðslu og landbúnaðar. Skýrslan er vegvísir um hvaða leiðir hægt væri að fara til að auka nýtingu þessara efna, sem mörg eru illa nýtt í dag. Verkfræðistofan EFLA stýrði gerð skýrslunnar, en þátttakendur auk Landgræðslunnar voru, Matís, matvælaráðuneytið, Matvælastofnun og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Fjöldi hagsmunaaðila var fenginn að borðinu til að fara yfir stöðuna og safna hugmyndum og eins voru drög að skýrslunni sett í samráðsgátt stjórnvalda til að fá enn betri innsýn og rýni á verkið. 

Settar eru fram tillögur að aðgerðum til að ná eftirfarandi markmiðum:

 

  • Minnka innflutning tilbúins áburðar jafnt og þétt fram til 2040.
  • Auka endurnýtingu lífbrjótanlegra efna fram til 2040.
  • Draga úr sóun og fullnýta verðmæti sem eru til staðar.
  • Hámarka endurnýtingu fosfórs úr öllum flokkum lífbrjótanlegra efna. Fosfór er mikilvægt efni í áburðarframleiðslu og takmörkuð auðlind á heimsvísu.
  • Lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda vegna förgunar lífbrjótanlegra efna.
  • Tryggja leiðir til að nýta þau lífbrjótanlegu efni sem til falla.
  • Að tryggja flokkun lífbrjótanlegra áburðarefna þannig að þau efni sem henta til öflunar fóðurs eða í matvælaframleiðslu nýtist þar.
  • Að koma í veg fyrir að neysluvatni sé spillt við notkun lífbrjótanlegra áburðarefna.

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.