Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ sem hófst árið 2020 kallar eftir fræjum.
Sem kunnugt er stendur yfir áratugur Sameinuðu þjóðanna um verndun og endurheimt vistkerfa um allan heim í þágu fólks og náttúru. Íslensk stjórnvöld hafa tekið svonefndri Bonn-áskorun sem er alþjóðlegt átak um endurheimt skóga undir hatti alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Markmið Íslands í þessari áskorun er að árið 2030 vaxi birkiskógar á 5% landsins, í stað 1,5% nú.
Mest er um birkifræ í Vesturbyggð þetta árið
Það er misjafnt á milli ára hversu mikið framboð er af birkifræi. Í ár er almennt lítið framboð á birkifræi í flestum landshlutum að undanskildri Vesturbyggð en þar má víða finna mikið magn fræja.
Nú er fræsöfnunartímanum senn að ljúka og verður gert sérstakt átak til að safna birkifræi í Vesturbyggð áður en vetur gengur í garð af fullum þunga og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að taka þátt.
Laugardaginn 18. nóvember fer fram fræðsla um söfnun fræja og sáningu á þremur stöðum í Vesturbyggð.
Kl. 11:00 ætla Bíldælingar og nærsveitungar að koma saman á útsýnispallinum á varnargarðinum og njóta fræðslu og tína fræ.
Kl. 13:00 hefst dagskráin í Tálknafirði og kl. 15:00 á Patreksfirði.
Verkefnið gefur almenningi færi á að leggja sitt af mörkum til landbótastarfs og stuðlar þannig að auknum skilningi á mikilvægi landbótastarfs í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
Átakið í Vesturbyggð er samstarfsverkefni: Landsátaksins „Söfnum og sáum“ Vesturbyggðar, skógræktarfélagana og kirkjunnar í Vesturbyggð og fræðslusviðs biskupsstofu.
Nánari upplýsingar má finna hér: