30. apríl, 2020

Vorverk í Vík í Mýrdal

30.04.2020. Vorverk í Vík í Mýrdal

Fyrir skömmu luku starfsmenn Landgræðslunnar vorverkunum í Vík í Mýrdal. Þar var sáð og áburði dreift en auk þess var gömlum heyrúllum raðað upp til að draga úr sandfoki. Í vor var farið með um 350 rúllur í fjöruna. Verkefnið snýst um það að halda áfram því starfi sem Fjörulallarnir svokölluðu fóru af stað með fyrir allmörgum árum. Fjörulallarnir eru félagsskapur fólks í Vík og nágrenni sem hefur það að markmiði að hefta sandfok við bæinn og styrkja gróður í fjörukantinum.

 

Í nokkur ár hefur Landgræðslan sett upp sandfoksgirðingar í Víkurfjöru með góðum árangri. Sérstaklega hefur þetta gefist vel vestast í fjörunni, næst Reynisfjalli. Verkefnið er unnið í samstarfi við Mýrdalshrepp sem hefur fjármagnað verkið ásamt Landgræðslunni.

Þar sem fjaran breytist ört og mjókkar mjög þegar austar dregur hefur sjórinn náð að berja í sundur girðingar sem voru settar upp. Því var brugðið á það ráð að raða rúllum efst í fjöruna til að freista þess að ná stöðugleika á yfirborðinu – landmegin við rúllurnar. Mikið hefur fokið af sandi úr fjörunni og yfir svæði sem nær frá Víkurskála og langt austur fyrir bæinn. Jafnt sáningar sem og staðargróður hafa átt erfitt uppdráttar sandfoksins.

 

Sem áður segir var verkefnið unnið af starfsmönnum Landgræðslunnar í samstarfi við Mýrdalshrepp en rúllurnar gáfu þeir Benedikt Bragason, Ytri-Sólheimum og Einar Freyr Elínarson, Sólheimatungu. /VV

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.