11. maí, 2021

„Vonandi verður keldhverfskt lambakjöt með lægra kolefnispor en innflutt avocado“

„Vonandi verður keldhverfskt lambakjöt með lægra kolefnispor en innflutt avocado“

11.05.2021. Að koma til móts við kröfur meðvitaðra neytenda og snúa um leið við þróun í afurðaverði til sauðfjárbænda í Kelduhverfi er megininntak verðlaunaverkefnsins „Grænlamb – Keldhverfskt kjöt af algrónu landi“ sem er hugarfóstur sauðfjárbændanna og frumkvöðlanna Berglindar Ýrar Ingvarsdóttur, Guðríðar Baldvinsdóttur og Salbjargar Matthíasdóttur. Verkefnið var sigurvegari á lausnamótinu sem fór fram í apríl.

Ástand beitarlands og kolefnisspor landbúnaðarafurða hefur sífellt meira vægi bæði hjá bændum og neytendum. Hugmyndin að baki Grænlambs er búa til vörumerki og þar með farveg fyrir sölu og markaðssetningu af sauðfjárafurðum úr Kelduhverfi. Vörumerkinu er ætlað að tryggja neytendum að þeir séu að kaupa kjöt eða ull af fé sem gengið hefur á vel grónu landi og þar með kolefnislausan próteingjafa.

Kjöraðstæður til sauðfjárræktar eru í Kelduhverfi, lítið er þar af framræstu landi í túnum og beitilöndum sem hefur mikið að segja þegar kemur að kolefnisspori framleiðslunnar. Einnig er um 90% af afrétti í gróðurflokki 4 og 5 samkvæmt Grólindarverkefninu sem metur öll beitilönd landsins, og er stærstur hluti hans í eigu bænda. Til samanburðar má geta þess að á landsvísu er aðeins um 38% beitarlands flokkað í gróðurflokka 4 og 5.

Lögð er áhersla á að ná til þeirra neytenda sem hafa dregið úr neyslu lambakjöts vegna kolefnisfótspors og slæms ástands beitarlands og landeyðingu sem því getur fylgt. Samkvæmt könnun sem gerð var er um 80% þáttakenda tilbúinn til þess að greiða hærra verð fyrir kjöt með vottun sambærilega við þá sem Grænlambið stendur fyrir. Verð til bænda fyrir lambakjöt hefur lækkað um 50% síðan 2015 og því til nokkurs að vinna fyrir sauðfjárbændur í Kelduhverfi þar sem íbúum hefur fækkað og meðalaldur íbúa hækkað síðustu ár.

Búnaðarfélag Keldhverfinga er mikilvægur samstarfsaðili í verkefninu en alla sauðfjárbændur sveitarinnar er að finna innan vébanda þess. Stefnt er að beina framleiðslu á sauðfjárafurðum inn á vel gróin beitilönd og gera þannig kleift að framleiða kolefnishlautlausa vöru.

„Næstu skref eru að þróa vörumerki og finna leiðir og fjármögnun til að tryggja vottunarferlið. Við stefnum á að gera úttekt á gróðurfari á þessu ári og kolefnisútreikninga 2022“ segir Berglind sem stundar sauðfjárrækt á Fjöllum II ásamt manni sínum Jóhannesi Guðmundssyni og föður hans sem rekur búið. „Vonandi verður keldhverfskt lambakjöt með lægra kolefnispor en innflutt avocado“ bætir Salbjörg við sem býr í Árdal ásamt manni sínum Jónasi Þór Viðarssyni. Bæði Berglind og Salbjörg eru jafnframt starfsmenn Landgræðslunnar og segja þær að þekkingin úr því starfi hafi verið dýrmæt þegar kom að þróun verkefnisins. Verkefnisstjóri er Guðríður Baldvinsdóttir sem býr á Lóni II ásamt manni sínum Einari Ófeigi Björnssyni.

Guðríður Baldvinsdóttir, Salbjörg Matthíasdóttir og Berglind Ýr Ingvarsdóttir með verðlaunaávísun

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.