Warning: Attempt to read property "post_content" on null in /var/www/virtual/land.is/htdocs/wp-content/themes/Divi/includes/builder/feature/dynamic-assets/class-dynamic-assets.php on line 2078
Viltu taka þátt í að endurheimta náttúru Íslands? - Landgræðslan
2. febrúar, 2021

Viltu taka þátt í að endurheimta náttúru Íslands?

Auglýst er eftir samstarfi við landeigendur um endurheimt votlendis.

Landgræðslan sinnir því mikilvæga hlutverki að endurheimta vistkerfi. Grundvöllur okkar vinnu er öflugt og náið samstarf við landeigendur og óskum við nú eftir fleiri samstarfsaðilum í þann góða hóp.

Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til endurheimtar votlendis. Markmið endurheimtar er að hækka vatnsstöðu framræstra mýra til þess að endurheimta lífríki og jarðvegsgæði landsins ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Landgræðslan sér alfarið um úttekt á svæðinu, skipulag og fjármögnun framkvæmdar. Svæðin eru kortlögð fyrir og eftir framkvæmd og aðgerðir skráðar í loftslagsbókhald ríkisins.

Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband í síma 488-3000 eða senda tölvupóst á verkefnisstjóra: idunn@land.is. 

Taktu þátt í að endurheimta náttúruna með okkur.

Landgræðslan.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Nú í september hefst átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ í fjórða skipti. Lítið virðist vera af fræi almennt en fólk er engu síður hvatt til þess að hafa augun hjá sér og tína því fá grömm eru mörg fræ!

Sumarið í vettvangsvinnu

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar.

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópsk náttúra er ekki í góðu ástandi og hefur sýnt fá merki um bata undanfarin ár. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega greiningu um þörf á aðgerðum til að vernda margvíslegan ávinning sem heilbrigð náttúra hefur í för með sér.