Auglýst er eftir samstarfi við landeigendur um endurheimt votlendis.
Landgræðslan sinnir því mikilvæga hlutverki að endurheimta vistkerfi. Grundvöllur okkar vinnu er öflugt og náið samstarf við landeigendur og óskum við nú eftir fleiri samstarfsaðilum í þann góða hóp.
Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til endurheimtar votlendis. Markmið endurheimtar er að hækka vatnsstöðu framræstra mýra til þess að endurheimta lífríki og jarðvegsgæði landsins ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Landgræðslan sér alfarið um úttekt á svæðinu, skipulag og fjármögnun framkvæmdar. Svæðin eru kortlögð fyrir og eftir framkvæmd og aðgerðir skráðar í loftslagsbókhald ríkisins.
Við hvetjum áhugasama til þess að hafa samband í síma 488-3000 eða senda tölvupóst á verkefnisstjóra: idunn@land.is.
Taktu þátt í að endurheimta náttúruna með okkur.
Landgræðslan.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659