26.05.2020. Við eigum eina jörð og verðum að umgangast hana á sjálfbæran hátt.
Árni Bragason, landgræðslustjóri, er viðmælandi í nýjum hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar.
Í þessu viðtali ræðir Árni m.a. um það hvers vegna Ísland er eitt vistfræðilega verst farna land Evrópu. Þá talar Árni um loftslagsmarkmiðin og jarðvegseyðinguna sem er alvarlegasta ógnin sem blasir við mannkyni, en uppskerutap vegna hennar er gríðarlegt. Hlutverk sveitarfélaga kemur til umræðu og breytt landnotkun. Í framhaldi af því fjallar Árni um friðun lands og þátt landeigenda/bænda.
„Við eigum bara eina jörð og ef við umgöngumst hana ekki með sjálfbærum hætti fer illa. Það er enginn sem getur leyft sér að vera „stikkfrí” í þessu máli,” sagði Árni. Áttar fólk sig á mikilvægi moldarinnar? Árni sagði halda að svo væri ekki. „Við tölum lítið um moldina. Hún hefur einhvern veginn verið svo sjálfsögð. En þurfum að passa upp á moldina. Það er hún sem heldur í næringarefnin. Það er í moldinni sem við getum ræktað.”
Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659