9. desember, 2019

Til þeirra sem ætla að stunda landbætur á nýju ári!

Landgræðslan auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar, en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til félagasamtaka, bænda, sveitarfélaga og annarra umráðahafa lands.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins eru á síðu Landbótasjóðs á heimasíðu Landgræðslunnar. Sjá: https://land.is/grodurvernd-vistheimt/landbotasjodur/

Einnig er hægt að nálgast þessi gögn og fá nánari upplýsingar á hérðassetrum Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslunnar í Gunnarsholti.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar nk. og umsóknir skal senda á netfangið
land@land.is eða til Landgræðslunnar, Gunnarsholti, 851 Hella.

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.