11. júní, 2021

Þjálfun í gróðurgreiningu og mælingum í Koti

Þjálfun í gróðurgreiningu og mælingum í Koti

Öflugur hópur sumarstarfsfólks heldur nú til til vinnu, rannsókna og mælinga víða um landið á vegum Landgræðslunnar. Fjölbreytta faglega þekkingu er að finna á meðal sumarstarfsfólksins en þar má finna líffræðinema, nema úr Landbúnaðarháskólanum, landfræði- og jarðfræðinema.

Meðal verkefna sumarsins er að mæla gróður í fjölmörgum vöktunareitum sem tengjast Grólindarverkefninu (www.grolind.is). GróLind er með tæplega 1.000 reiti á sínum vegum en af þeim verða 250-300 reitir mældir í sumar. Reitirnir eru 50 x 50 metrar að stærð og dreifast vítt um landið. Á vegum vöktunarverkefnisins Kols verða einnig tekin jarðvegs- og gróðursýni úr 80 mælireitum í sumar. Tilgangur þeirra rannsókna er að fylgjast með árangri og framvindu á landgræðslusvæðum, þ.á.m. uppsöfnun kolefnis. Því til viðbótar eru einnig hafnar beinar mælingar á koldíoxíði frá þurrlendi.

Ágústa Helgadóttir sýnir sumarstarfsfólki Landgræðslunnar gróður

Ágústa Helgadóttir sýnir Mörtu Carrasco og Helgu Mattínu Sveinsdóttur túnvingul og týtulíngresi.

Fingur bendir á gróður í hrjóstrugum jarðvegi

Það leynast margar gróðurtegundir á litlum bletti þegar að er gáð, hér á myndinni má sjá bæði melablóm og blóðberg.

Til að geta fylgst með framvindu gróðurs og gróðurþekju í reitunum þurfa þeir sem stunda mælingar að hafa fengið þjálfun sem gerir kleift að ná samhæfðum og áreiðanlegum upplýsingum. Líffræðingarnir Ágústa Helgadóttir, Anne Bau og Rán Finnsdóttir stýrðu nýverið þjálfun 14 manna hóps í landi eyðibýlisins Kots á Rangárvöllum.

Kot er í eigu Landgræðslunnar en þar hefur verið dreift kjötmjöli og grasfræi sáð á afmörkuðum svæðum síðan 2014, verkefni sem unnið er í samvinnu við Landsvirkjun. Svæðið hentar því vel til að meta gróðurþekju, allt frá örfoka svæðum og til svæða sem sáð var í frá 2018-2020. Þau svæði hafa sýnt góða svörun við sáningum og búa því yfir fjölbreyttari gróðri. Þjálfunin á slíku svæði gerir kleift að fylgjast með gróðurframvindunni og læra að þekkja og greina fleiri tegundir eftir því sem farið er inn á grónari svæði.

Mælingar á gróðurreitum hefjast í seinni hluta júní og standa fram í miðjan september.

Loftmynd af sáningasvæði í landi Kots, fólk við gróður rannsóknir, Búrfell og Bjólfell í baksýn

Það sjást skýr skil á landinu þar sem kjötmjöli hefur verið dreift og grasfræi sáð. Búrfell og Bjólfell í baksýn.

Þrír sumarstarfsmenn Landgræðslunnar við þjálfun í gróðurgreiningu

Urður Einarsdóttir, Elva Björk Benediktdóttir og Ingibjörg Sæunn Jónsdóttir rýna í svörðinn.

Ung kona skoðar gróður í stækkunargleri

Freyja Ragnarsdóttir skoðar smágert gróðursýni í lúpu.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.