4. febrúar, 2021

Sumarstörf hjá Landgræðslunni

Sumarstörf hjá Landgræðslunni

Landgræðslan óskar eftir starfsfólki í sumarstörf við rannsóknir.

Um er að ræða tæplega 12 stöður aðstoðarfólks við rannsóknir hjá Landgræðslunni sumarið 2021. Störfin eru hluti af rannsóknum stofnunarinnar, þ.á.m. feltvinnu tengdri vöktun á ástandi lands og loftlagsbókhaldi Íslands. Starfinu geta fylgt talsverð ferðalög víða um land með langri og samfelldri fjarveru, gert er ráð fyrir mikilli útivinnu og löngum vinnudögum. Stundvísi, ábyrgð, og vandvirkni eru skilyrði og bílpróf er æskilegt.

Umsækjendur þurfa að hafa lokið a.m.k. fyrsta ári í háskóla á sviði náttúruvísinda eða skyldra greina, með fullnægjandi hætti. Hæfni til að vinna í hópi og undir álagi er skilyrði. Reynsla af útivist er kostur, sem og bakgrunnur í plöntugreiningum, jarðvegsfræði og reynsla af vinnu á rannsóknarstofu.

Umsóknarfrestur er til og með 15.02.2021

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.