8. september, 2023

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar. Þessi vettvangsvinna er að miklu leyti unnin af sumarstarfsfólki, sem flest er háskólanemendur, bæði í grunn- og framhaldsnámi, í ýmsum náttúrufræðagreinum við Háskóla Íslands og Landbúnaðarháskóla Íslands og erlendum háskólum. Mest er feltið (en það köllum við vettvangsvinnu í daglegu tali) á vegum GróLindar og kolefnis-bókhaldsins, en stór hópur sumarstarfsfólks (13 talsins), auk nokkurra fastráðinna starfsmanna, fóru af stað í lok júní og hluti hópsins er enn að. Hóparnir ferðast víða, í raun hvert sem er á landinu þar sem eru bílfærir vegir.

Gróður og jarðvegur landsins er viðfangsefnið og meðal þess sem er skoðað er plöntutegundir, gróðurhula, steinaþekja, jarðvegsrof og vistgerðarflokkun.

Fyrir marga í náttúruvísindum er feltvinnan það besta við starfið, en þar gefst færi á að ferðast um landið, skoða náttúruna, velta vöngum og gleðjast yfir náttúrufyrirbærum með vinnufélögum og kynnast fólki með svipað áhugasvið. „Nördast“ með álíka nördum!

Starfsfólk Landgræðslunnar við sumarstörf
Starfsfólk Landgræðslunnar við sumarstörf

Eins og flestir muna kannki fór vorið ansi illa með suður- og vesturhluta landsins og var erfitt að sjá fyrir sér betri tíma framundan þegar plöntur kól í veðurofsa. En feltfólk Landgræðslunnar hefur sannarlega fengið að njóta veðurblíðunnar seinni hluta sumars, og hefur fylgst með blómum breytast í aldin, týnt ber upp í sig við störf og fær nú að njóta fegurðarinnar sem haustlitirnir bera með sér, í bleiku beitilyngi, gulnuðum víði og rauðu bláberjalyngi. Og ekki er ilmurinn verri!

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.