15.06.2020. Stöðumat á ástandi lands og kortlagning beitarsvæða
Fimmtudaginn 18. júní 13:00 verða kynntar niðurstöður GróLindar á annars vegar stöðumati á ástandi lands og hins vegar kortlagningu beitilanda sauðfjár. Gögnin verða öllum opin í kortasjá að kynningu lokinni.
Í stöðumati á ástandi lands voru notuð fyrirliggjandi gögn, vistgerðarkortlagning Náttúrufræðistofnunar Íslands og Rofkortlagning RALA og Landgræðslu ríkisins . Gögnin voru unnin út frá aðferðafræði sem snýst um að meta virkni og stöðguleika vistkerfa með vísindalegum hætti. Við kortlagningu beitarlanda var upplýsingum safnað um raunveruleg beitarsvæði á landinu og um leið hvaða svæði eru ekki nýtt til sauðfjárbeitar. Upplýsingarnar voru fengnar frá fjölmörgum staðkunnugum aðilum um allt land s.s. fjallskilastjórum, bændum og öðrum.
Þessar fyrsta kortlagningar eru á grófum kvarða en gefa engu að síður gott yfirlit yfir ástand gróður- og jarðvegsauðlindarinnar og beitarsvæði landsins. Á komandi árum verður ástandsmatið gert nákvæmara, m.a. með mælireitum GróLindar og mælingum almennings. Kortlagning um beitarsvæði verður sömuleiðis gerð nákvæmari, t.d. með aukinni upplýsingasöfnun fyrir láglendissvæði. Fólk mun geta komið ábendingum á framfæri um villur sem má finna í kortinu.
Fundurinn verður í opnu streymi, smellið á hnappinn hér fyrir neðan.
Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659