15. júní, 2020

Stöðumat á ástandi lands og kortlagning beitarsvæða

15.06.2020. Stöðumat á ástandi lands og kortlagning beitarsvæða

Fimmtudaginn 18. júní 13:00 verða kynntar niðurstöður GróLindar á annars vegar stöðumati á ástandi lands og hins vegar kortlagningu beitilanda sauðfjár. Gögnin verða öllum opin í kortasjá að kynningu lokinni.

Í stöðumati á ástandi lands voru notuð fyrirliggjandi gögn, vistgerðarkortlagning Náttúrufræðistofnunar Íslands og Rofkortlagning RALA og Landgræðslu ríkisins . Gögnin voru unnin út frá aðferðafræði sem snýst um að meta virkni og stöðguleika vistkerfa með vísindalegum hætti. Við kortlagningu beitarlanda var upplýsingum safnað um raunveruleg beitarsvæði á landinu og um leið hvaða svæði eru ekki nýtt til sauðfjárbeitar. Upplýsingarnar voru fengnar frá fjölmörgum staðkunnugum aðilum um allt land s.s. fjallskilastjórum, bændum og öðrum.

Þessar fyrsta kortlagningar eru á grófum kvarða en gefa engu að síður gott yfirlit yfir ástand gróður- og jarðvegsauðlindarinnar og beitarsvæði landsins. Á komandi árum verður ástandsmatið gert nákvæmara, m.a. með mælireitum GróLindar og mælingum almennings. Kortlagning um beitarsvæði verður sömuleiðis gerð nákvæmari, t.d. með aukinni upplýsingasöfnun fyrir láglendissvæði. Fólk mun geta komið ábendingum á framfæri um villur sem má finna í kortinu.

Fundurinn verður í opnu streymi, smellið á hnappinn hér fyrir neðan.

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.