Rannsóknir í Sogni í Ölfusi kynntar fyrir Votlendissjóði
Landgræðslan fékk góða gesti í heimsókn á vöktunar- og rannsóknasvæði sitt að Sogni í Ölfusi á dögunum þegar stjórn Votlendissjóðs og formaður Loftslagssráðs komu þangað í þeim tilgangi að kynna sér svæðið og þá rannsóknarvinnu sem þar er unnin. Sogn er eitt fjögurra vöktunarsvæða Landgræðslunnar þar sem fylgst er með árangri endurheimtar votlendis. Hin þrjú svæðin eru Ásbjarnarnes við Hóp, Ytri-Hraundalur á Mýrum í Borgarbyggð og Brekka í Skagafirði. Verkefnið í Sogni er unnið í samstarfi við Landsvirkjun og hófst vinna við það árið 2017.
Svæðið að Sogni er um 20 ha. að stærð og að mörgu leyti dæmigert fyrir votlendi sem var framræst víða um land frá stríðslokum, en talið er að um 50% votlendis á láglendi hafi verið framræst síðan þá. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær var Sogn framræst og þurrkað upp en loftmyndir frá 1977 sýna að skurðir höfðu þá þegar verið grafnir. Endurheimt svæðisins hófst 42 árum seinna eða haustið 2019 þegar Landgræðslan hóf það verk. Mælingar og vöktun höfðu byrjað fyrr á svæðinu eða 2017 og var það stór áfangi í því nýja hlutverki sem Landgræðslan hafði nýlega tekist á við árið 2016 þegar endurheimt votlendis varð hluti af vaxandi hlutverki stofnunarinnar.
Árni Bragason landgræðslustjóri ræðir við Þröst ólafsson formann Votlendissjóðs, Svein Runólfsson fyrrum Landgræðslustjóra og Ingunni Agnesi Kro
Á vöktunarsvæðunum fjórum er fylgst með áhrifum endurheimtar á ýmsa lykilþætti vistkerfisins. Í upphafi voru svæðin gróðurkortlögð og vöktunarreitir lagðir út í samræmi við það. Jarðvegssýni voru tekin og frá 2018 hafa verið farnar reglulegar mæliferðir vor, sumar og haust þar sem losun koldíoxíðs og metans, jarðvegshiti, vatnsstaða og grænkustuðull er mælt.
F.v. Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs, Þröstur Ólafsson, formaður Votlendissjóðs, Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri, Sveinn Runólfsson fyrrverandi landgræðslustjóri stjórnarmenn í Votlendissjóðnum, Gústav M. Ásbjörnsson sviðsstjóri hjá Landgræðslunni, Helga J. Bjarnadóttir verkfræðingur hjá EFLU, Hjálmar Kristjánsson útgerðarmaður og Ingunn Agnes Kro lögmaður, stjórnarmenn í Votlendissjóði, Jóhann Thorarensen og Ölvir Styrmisson sérfræðingar hjá Landgræðslunni. Einar Bárðarson framkvæmdastjóri Votlendissjóðsins.
(Mynd – Árni Bragason landgræðslustjóri)
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659