18. apríl, 2023

Rannsóknir á grasbítum á Íslandi

Í lok árs 2022 kom út fræðigreinin “Herbivore species coexistence in changing rangeland ecosystems: First high resolution national open-source and open-access ensemble models for Iceland” sem fjallar um útbreiðslu fjögurra grasbíta Íslandi; sauðkinda, hreindýra, heiðagæsa og rjúpu. Grasbítarnir fjórir voru valdir á grundvelli fjölda einstaklinga, dreifingu þeirra, sem og mikilvægi í menningarlegu og efnahagslegu samhengi þegar viðkemur veiðum og landbúnaði. Notast var við fyrirliggjandi gögn um útbreiðslu dýranna til líkanagerðar fyrir heildarútbreiðslu þeirra yfir sumartímann. Höfundar greinarinnar eru 13 talsins, frá ýmsum stofnunum innanlands og utan. Fyrsti höfundur er Noémie Boulanger-Lapointe, þáverandi nýdoktor við Háskóla Íslands, en fulltrúar Landgræðslunnar voru Bryndís Marteinsdóttir og Rán Finnsdóttir, en þær lögðu fram gögn um sauðkindur sem safnað hefur verið í gegnum GróLindarverkefnið.

 

um allt land, en ákveðinn fjöldi tvílembdra áa á hverjum þátttökubæ gengur með GPS ólar um hálsin á sumarhögum, u.þ.b. frá júní fram í september. Ólarnar senda staðsetningu ánna á 6 klst fresti og er þannig hægt að kortleggja ferðir þeirra yfir sumartímann.

Á döfinni hjá GróLind er að nýta gögnin til að reikna út heimasvæði kinda, en heimasvæði er það svæði sem einstaklingur heldur alla jafna til á,. Stærð og staðsetning heimasvæðis getur verið margbreytileg og því er spennandi að skoða mögulegar ástæður sem liggja þar að baki. Staðsetningargögnin koma að miklu notum, s.s. við bætta beitarstjórnun, en með því að bera gögnin saman við ýmis kortagögn má skoða s.s. hvaða gróðurlendi sauðfé sækir í, og á hvaða tímum sólarhrings og hvaða hluta sumars. Gagnasettið sem hefur safnast síðan verkefnið hófst er gífurlega stórt og mikil vinna í vændum við greiningu og úrvinnslu þeirra. Gögnin bjóða upp á ýmsar útfærslur og gætu vel nýst í lokaverkefni  grunn- og framhaldsnemenda háskóla.

Útbreiðsla grasbíta

Þéttleikakort fyrir grasbítana fjóra, sauðkindur, hreindýr, heiðagæsir og rjúpu. Dökkrauður sýnir þau svæði þar sem allar tegundirnar er að finna saman, en ljósgrá eru þau svæði þar sem enga þeirra er að finna (m.v. fyrirliggjandi útbreiðslugögn, Boulanger-Lapointe o.fl., 2022).

Þú gætir haft áhuga á….

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Nú í september hefst átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ í fjórða skipti. Lítið virðist vera af fræi almennt en fólk er engu síður hvatt til þess að hafa augun hjá sér og tína því fá grömm eru mörg fræ!

Sumarið í vettvangsvinnu

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar.

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópsk náttúra er ekki í góðu ástandi og hefur sýnt fá merki um bata undanfarin ár. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega greiningu um þörf á aðgerðum til að vernda margvíslegan ávinning sem heilbrigð náttúra hefur í för með sér.