6. maí, 2020

Nýtt tæki auðveldar dreifingu kjötmöls

06.05.2020. Nýtt tæki auðveldar dreifingu kjötmöls

Kjötmjöl hefur reynst sérstaklega góður áburður í landgræðslu. Mjölið hefur hátt þurrefnisinnihald og er ríkt af næringarefnum – köfnunarefni eru um 8% og fosfór um 3%. Næringarefnin eru seinleyst sem hentar langtímamarkmiðum uppgræðslu mjög vel. Áralöng reynsla er af nýtingu kjötmjöls til uppgræðslu á vegum Landgræðslunnar og Hekluskóga og er árangur af nýtingu þess mjög góður.

En til að dreifa kjömjöli þarf góð tæki og Landgræðslan fékk eitt slíkt fyrir skömmu. Hér er um að ræða danskan Bredal dreifara. Í upphafi var hann gerður til að dreifa kalki og skeljasandi á tún en starfsmenn Landgræðslunnar breyttu honum á ýmsa lund svo hann gæti þjónað betur til að dreifa kjötmjöli.

Í dreifarann var settur svokallaður „kögglamyljari“ en á stundum hleypur kjötmjölið í klöggla. Til að knýja myljarann var settur „vökvarótor“ í dreifarann sem er tengdur við traktorinn sem dregur nýja tækið. Eins voru settar slár efst í dreifarann til að hjálpa til við niðurbrot á kögglunum.

Það sýnir best hvað starfsmenn Landgræðslunnar fara vel með tæki og tól, að þessi dreifari leysir af hólmi sambærilegt tæki sem talið er vera 35-40 ára gamalt.

 

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.