8. desember, 2020

Nýtt rit um ástand lands og hrun vistkerfa

08.12.2020. Nýtt rit um ástand lands og hrun vistkerfa

Út er komið ritið Ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa eftir Ólaf Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í ritinu fjallar Ólafur „… um núverandi ástand íslenskra vistkerfa á landi, hrun þeirra sem og ýmsar af þeim undirliggjandi ástæðum sem viðhalda skaðlegri landnýtingu enn þann dag í dag.“

Fram kemur í skrifum Ólafs að slæmt ástand lands og hrun vistkerfa eru á meðal mikilvægustu umhverfismála samtímans sem og endurheimt vistkerfa. Í ritinu er fjallað um hvaða mælikvarðar eru notaðir til að meta ástand lands; byggt á alþjóðlegum aðferðum. Aðferðirnar eru studdar fjölda ljósmynda af landi í mismunandi ástandi.

Mikilvægt er að fjalla um ástand lands og landhnignun í víðu samhengi, segir Ólafur, m.a. með skilningi á undirliggjandi hvötum, tegund landnýtingar og ferlum hnignunar, sem síðan leiða til tiltekins ástands lands.

Ólafur fjallar um landbúnaðarstyrki sem dæmi um afgerandi undirliggjandi hvata landhnignunar, m.a. á Íslandi. Þróun í viðhorfum til mats á ástands lands er skýrð, með áherslu á beitarnýtingu. Ólafur bendir einnig á að hver kynslóð tekur slæmu ástandi lands sem sjálfsögðum hlut án þess að gera sér grein fyrir hvernig ástandið hefur breyst – með afar alvarlegum afleiðingum fyrir vistkerfi landsins.

Hrun íslenskra vistkerfa fær sérstaka umfjöllun og heimildir um breytingarnar eru raktar. Mismunandi áhrif landnýtingar á vistkerfi landsins síðasta árþúsundið eru m.a. skýrð á grunni þátta er móta þanþol vistkerfa.

Ritið er nr. 130 í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands sem er jafnframt útgefandi.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.