08.12.2020. Nýtt rit um ástand lands og hrun vistkerfa
Út er komið ritið Ástand lands og hrun íslenskra vistkerfa eftir Ólaf Arnalds, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í ritinu fjallar Ólafur „… um núverandi ástand íslenskra vistkerfa á landi, hrun þeirra sem og ýmsar af þeim undirliggjandi ástæðum sem viðhalda skaðlegri landnýtingu enn þann dag í dag.“
Fram kemur í skrifum Ólafs að slæmt ástand lands og hrun vistkerfa eru á meðal mikilvægustu umhverfismála samtímans sem og endurheimt vistkerfa. Í ritinu er fjallað um hvaða mælikvarðar eru notaðir til að meta ástand lands; byggt á alþjóðlegum aðferðum. Aðferðirnar eru studdar fjölda ljósmynda af landi í mismunandi ástandi.
Mikilvægt er að fjalla um ástand lands og landhnignun í víðu samhengi, segir Ólafur, m.a. með skilningi á undirliggjandi hvötum, tegund landnýtingar og ferlum hnignunar, sem síðan leiða til tiltekins ástands lands.
Ólafur fjallar um landbúnaðarstyrki sem dæmi um afgerandi undirliggjandi hvata landhnignunar, m.a. á Íslandi. Þróun í viðhorfum til mats á ástands lands er skýrð, með áherslu á beitarnýtingu. Ólafur bendir einnig á að hver kynslóð tekur slæmu ástandi lands sem sjálfsögðum hlut án þess að gera sér grein fyrir hvernig ástandið hefur breyst – með afar alvarlegum afleiðingum fyrir vistkerfi landsins.
Hrun íslenskra vistkerfa fær sérstaka umfjöllun og heimildir um breytingarnar eru raktar. Mismunandi áhrif landnýtingar á vistkerfi landsins síðasta árþúsundið eru m.a. skýrð á grunni þátta er móta þanþol vistkerfa.
Ritið er nr. 130 í ritröð Landbúnaðarháskóla Íslands sem er jafnframt útgefandi.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659