Nýtt leiðbeiningarit um endurheimt votlendis komið út
Landgræðslan gaf nýverið út um leiðbeiningarit sem er ætlað að upplýsa verktaka, landeigendur og aðra áhugasama um þau atriði sem ber að hafa í huga við endurheimt votlendis.
Algengur misskilningur er að við endurheimt votlendis í framræstu landi dugi að „moka ofan í skurðina“. En því fer fjarri, í endurheimtarferli þarf að taka tillit til margra ólíka þátta til að aðgerðir heppnist sem best og skili tilætluðum árangri. M.a. þarf að kanna halla lands og vatnsmagn, velja sem hentugastan framkvæmdatíma með tilliti til vatnsstöðu og ekki má ráðast í framkvæmdir á varptíma fugla. Einnig skal notast við tækjakost sem veldur sem minnstu raski og huga vel að öryggismálum.
Mikið verk óunnið
Endurheimt votlendis er mikilvægur þáttur sóknaráætlunar Íslands í loftslagsmálum og hefur Landgræðslan umsjón með þeim málaflokki. Heildarlengd skurða á landinu vegna framræsingar lands er gríðarleg eða um 33.000 km og þekja þeir um 2.550 km² að flatarmáli. Til samanburðar má nefna að lengd hringvegarins 1.332 km og þyrfti því að keyra hringveginn 25 sinnum til að ná lengd skurðanna.
Um 33.000 km af skurðum í framræstu landi eru á Íslandi og þekja þeir um 2.550 km² að flatarmáli. Til samanburðar má nefna að lengd hringvegarins 1.332 km og þyrfti því að keyra hringveginn 25 sinnum til að ná lengd skurðanna.
Loftslagsáhrif framræsts lands eru líklega einn stærsti þáturinn í losun kolefnis á Íslandi, áætlað er að um 70 % af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum hér á landi sé frá framræstu votlendi.
Ein skilvirkasta leiðin til að stöðva losun kolefnis frá landi er endurheimt votlendis og er því til mikils að vinna fyrir loftslagsbúskap Íslands að gera þar enn betur en nú hefur verið gert. Skilningur hefur aukist á mikilvægi þessa síðustu ár bæði hjá landeigendum og sveitarstjórnum sem spila lykilhlutverk þegar kemur að ákvarðanatöku um endurheimt. En betur má ef duga skal og það er von Landgræðslunnar að upplýsingaritið hjálpi ennfrekar til að uppfræða og vekja áhuga á þessum mikilvæga málaflokki.
Endurheimt votlendis takmarkar ekki einungis kolefnislosun heldur kemur hún öllu lífríki til góða, þ.á.m. fuglalífi.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659