Nýr hlaðvarpsþáttur um landgræðsluáætlun
Árni Bragason landgræðslustjóri er gestur Áskels Þórissonar í nýjasta hlaðvarpsþætti Landgræðslunnar.
Nýkynnt drög að landgræðsluáætlun eru meginviðfangsefni þáttarins, en um er að ræða yfirgripsmikla og metnaðarfulla áætlun.
Meginmarkmið hennar snúast um vernd og endurheimt vistkerfa, vernd kolefnisríks jarðvegs, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda frá landi og bindingu kolefnis í jarðvegi og gróðri samhliða því að efla líffræðilega fjölbreytni.
Áætlunin setur fram sýn um hvað leggja skal til grundvallar fyrir landgræðslustarfið. Jafnframt er fjallað um hvernig má auka þanþol og viðnámsþrótt vistkerfa og nýta land á sjálfbæran hátt, í takt við vistgetu þess.
Þátturinn er rúmlega hálftími að lengd.
Árni Bragason landgræðslustjóri. mynd/Sigurður Bogi Sævarsson
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659