5. nóvember, 2021

Ný kortavefsjá sem sýnir skurðaþekju Íslands

Ný kortavefsjá sem sýnir skurðaþekju Íslands

Guðmundur I. Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra opnaði í gær upplýsingavef um votlendi og áhrif framræslu á lífríki þess og losun gróðurhúsalofttegunda. Á vefnum er einnig að finna nýja kortavefsjá sem sýnir alla hnitsetta skurði landsins.

Vefsjáin er hönnuð af Landgræðslunni og byggir á upplýsingum frá Landbúnaðarháskóla Íslands um staðsetningu skurða. Áætlað er að 47% alls votlendis á Íslandi hafi verið raskað með framræslu, þar af allt að 70% votlendis á láglendi. Lítill hluti þessara röskuðu svæða er í dag nýttur til landbúnaðar eða ræktunar.

Nákvæmar upplýsingar um skurðakerfi landsins eru grunnur þess að hægt sé að velja ítarlega og forgangsraða ákjósanlegum endurheimtarsvæðum. Við það mat er farið eftir legu svæða í landi, staðsetningu innan vatnasviða, mögulegum ávinningi fyrir lífríki og loftslagsábata.

(Opnun upplýsingavefs um votlendi, starfsfólk Landgræðslu og Lbhí ásamt umhverfisráðherra guðmundi I Guðbrandssyni) Vefurinn var opnaður í húsnæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. F.v. Sigmundur Helgi Brink sérfræðingur Lgr, Þórunn W. Pétursdóttir sviðsstjóri Lgr, Guðmundur I. Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Árni Bragason landgræðslustjóri, Fanney Ósk Gísladóttir lektor LbhÍ og Jón Guðmundsson lektor LbhÍ.

Vefurinn var opnaður í húsnæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. F.v. Sigmundur Helgi Brink sérfræðingur Lgr, Þórunn W. Pétursdóttir sviðsstjóri Lgr, Guðmundur I. Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Árni Bragason landgræðslustjóri, Fanney Ósk Gísladóttir lektor LbhÍ og Jón Guðmundsson lektor LbhÍ.

Landnýtingarkort

Á meðfylgjandi mynd má skurðaþekju á Suðurlandi á svæðinu milli Þjórsár og Hólsár. Brúnu svæðin sýna það votlendi sem hefur verið raskað með skurðagreftri.

Votlendi eru mikilvæg vistkerfi og kolefnisforðinn sem þau geyma er aðeins ein ástæða af mörgum fyrir mikilvægi þeirra. Votlendi búa meðal annars yfir afar fjölbreyttu lífríki og mikilli framleiðni og geta dempað flóðasveiflur á vatnasviðum. Votlendi landsins eru mikilvæg fuglum og stór hluti heimsstofns nokkurra tegunda vaðfugla verpir hvert sumar hérlendis. Endurheimt votlendis er því öflug aðgerð til að vernda líffræðilega fjölbreytni og efla vatnsmiðlun.

Jarðvegur votlendis er almennt kolefnisríkur og há vatnsstaða svæðanna sér um að halda kolefninu kyrru í jarðveginum. Þegar vatnsstaðan er lækkuð með framræslu hefst aftur á móti niðurbrot kolefnis og það losnar í gríðarlegu magni út í andrúmsloftið, í formi koltvísýrings. Endurheimt votlendis er því einnig öflug loftslagsaðgerð sem skilar miklum vistfræðilegum og hagrænum ábata og dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.