17. mars, 2020

Metnaðarfull umhverfsisstefna bænda

17.03.2020. Metnaðarfull umhverfisstefna bænda

Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun mannkyns og framtíð komandi kynslóða ræðst af því hvernig við bregðumst við á næstu árUm. Ráðast þarf í átak í kolefnisbindingu ásamt því að draga eftir mætti úr losun gróðuhúsalofttegunda.

Kolefnisbinding mun að mestu fara fram með endurheimt raskaðra vistkerfa. Bæði þurrlendis og votlendiskerfa ásamt skógrækt.

Þarna hafa bændur margt fram að færa, landið, þekkinguna og verkfærin.“ segir í Umhverfisstefnu landbúnaðarins 2020-2030 sem Búnaðarþing samþykkti fyrir skömmu. Í henni kemur m.a. fram að stefnt skuli að því að öll nýting landbúnaðarlands (beitilanda) verði sjálfbær árið 2030.

 

Í umhverfisstefnunni segir að tækifæri til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda felist í bættri afurðasemi gripa, betri nýtingu á tilbúnum áburði og búfjáráburði, loftslagsvænni ræktunaraðferðum, betri nýtingu jarðefnaeldsneytis og orkuskiptum.

Það er ljóst að bændur ætla að gera stóra hluti. Þannig er stefnt að kolefnishlutleysi landbúnaðar (án landnýtingar) árið 2030 og bændur vilja nýta lífrænan úrgang og draga um leið úr notkun tilbúins áburðar. „Mikilvægt er að veita næringarefnastraumum sem til falla í öðrum atvinnugreinum eða sem úrgangur frá byggð (s.s. seyra og molta) inn í landbúnaðarframleiðsluna,“ segir í Umhverfisstefnunni en í henni er boðað að unnin verði ítarleg aðgerðaáætlun sem útfærir hvernig markmiðum skuli náð.

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Umsóknir

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.