Málþing um loftslagskreppuna og framtíðina
Föstudaginn 29. október kl. 13.30 – 15.30 verður haldið málþing undir yfirskriftinni Öll á sama báti – Loftslagskreppan og aðgerðir í þágu framtíðarinnar. Málþingið er haldið á vegum Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Það er haldið í samráði við samstarfsvettvanginn Faith for Nature sem Landgræðslan er hluti af. Markmið Faith for Nature er að sameina ólíkar trúarstofnanir, lífskoðunarfélög og trúarbrögð um heim allan til aðgerða að bregðast við loftslagshamförum og veita heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna framgang.
Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er heiðursgestur málþingsins sem fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands.
Dagskrá þingsins er sem hér segir:
Erindi:
- Halldór Þorgeirsson, fulltrúi Andlegs þjóðarráðs bahá‘ía á Íslandi: Trú á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
- Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni: Kynning á nýjustu skýrslu IPCC um loftslagsbreytingar.
- Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild H.Í:
Nánar um IPCC skýrsluna: Hörfun jökla og hækkun sjávarstöðu eru afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum.
Örinnlegg:
- Tryggvi Felixson, formaður Landverndar.
- Hjördís Jónsdóttir, stofnandi Skógræktarfélagsins Ungviður.
- Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði.
- Evlalía Kolbrún Ágústsdóttir, fulltrúi frá Ungum umhverfissinnum.
- Axel Árnason Njarðvík í umhverfishópi þjóðkirkjunnar.
- Áróra Árnadóttir, nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
- Gunnar Hersveinn, athafnastjóri hjá Siðmennt.
Málþingsstjóri er Arnfríður Guðmundsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðadeild við Háskóla Íslands.
Málþinginu verður streymt.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659