14. júní, 2023

Mælaborð jarðvegsins

Á vegum Evrópsku jarðvegsgagnamiðstöðvarinnar eða European Soil Data Centre (ESDAC), hefur verið komið á fót athugunarstöð jarðvegs í Evrópu, EU Soil Observatory (EUSO). EUSO hefur birt Mælaborð jarðvegsins, EUSO Soil Health Dashboard.

Mælaborð jarðvegsins er rafrænn vettvangur þar sem upplýsingar um heilbrigði jarðvegs í Evrópu eru gerðar aðgengilegar á einum stað og hægt er að skoða gögn með gagnvirkum hætti.

Lykilvísar verða uppfærðir reglulega og gera notendum kleift að sjá framvindu aðgerða til að draga úr álagi á jarðveg með tímanum, sem endurspeglar innleiðingu jarðvegsstefnu ESB til 2030, væntanlegra jarðvegs-heilbrigðislaga og áhrif aðgerða af græna samningi ESB í heild.

Mælaborðið gefur til kynna heildaráhrif ferla á hnignun jarðvegs. Viðmið hafa verið sett fyrir hvern flokk til að aðgreina heilbrigðan jarðveg frá jarðvegi í óheilbrigðu eða viðkvæmu ástandi gagnvart ákveðnum mælikvarða. 

Jarðvegur í Evrópu er þó fjölbreyttur, óvissa gagna mismikil og líklega er vanmetið hversu mikil hnignun jarðvegsins er í raun. Unnið er að því að afla betri upplýsinga sem lýsa staðbundnum aðstæðum með meiri nákvæmni.

Flokkar mælivísa eru jarðvegsrof (af völdum vinds, vatns, uppskeru, jarðvinnslu), mengun (af völdum kopars eða kvikasilfurs), næringarefni jarðvegs (ofauðgun köfnunarefnis N, skortur eða ofauðgun fosfórs P), tap á lífrænu kolefni í jarðvegi, tap á líffræðilegri fjölbreytni jarðvegs (hugsanleg ógn við líffræðilega virkni), þjöppun jarðvegs og söltun jarðvegs.

Hægt er að skoða kort, og fjölbreytta myndræna framsetningu um ástand jarðvegs og samanburð milli ríkja ESB. Við hvetjum ykkur til að skoða gögnin og fylgjast með þróun í ESB. Engin sambærileg gögn eru til á Íslandi um ástand jarðvegs.

Mælaborð

Hlutfall lands undir áhrifum hnignunar jarðvegs í ESB, 61%

jarðvegskort

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.