22.02.2020. Loftslagsvænn landbúnaður.
Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði um allt land. Staðsetningar námskeiðanna hafa verið valdar út frá skráningum í gegnum heimasíðu RML, rml.is.
Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðin. Þau verða haldin á eftirtöldum stöðum milli klukkan 10:00 og 16:30 ef næg þátttaka næst.
Nánari upplýsingar á rml.is eða í síma 516-5000.
24. febrúar – Hvanneyri (Ásgarður)
25. febrúar – Höfn Hornafirði (Nýheimar)
26. febrúar – Selfoss (Fræðslunetið)
26. febrúar – Egilsstaðir (Hótel Valaskjálf)
27. febrúar – Tjarnarlundur í Saurbæ
4. mars – Eyjafjörður (Hótel Natur, Þórisstöðum)
4. mars – Hvolsvöllur (Hvoll)
5. mars – Sauðárkrókur (Farskólinn)
5. mars – Ísafjörður (Skógræktin (fjarnámskeið)
6. mars – Hótel Laugarbakki í V-Hún
10. mars – Kópasker (Fjallalamb)
Á námskeiðunum gefst þátttakendum kostur á að efla þekkingu sína á loftslagsmálum og hvaða aðgerðir eru vænlegar til árangurs svo sem með breyttri landnýtingu, ræktun, áburðarnotkun og fóðrun.
Fyrirlesarar á námskeiðunum koma frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Landgræðslunni og Skógræktinni.
Kostnaður á einstakling eru 12 þúsund krónur og innifalið er hádegisverður og kaffi.
Í framhaldi af námskeiðunum verður auglýst eftir formlegri þátttöku í verkefninu. Aðeins þeir sem hafa lokið námskeiði í Loftslagsvænum landbúnaði og eru í gæðastýrðri sauðfjárrækt geta fengið aðild að verkefninu með tilheyrandi stuðningi sem fjallað verður um á námskeiðunum.
Nánari upplýsingar á rml.is eða í síma 516-5000.
Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Umsóknir
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659