16. september, 2020

Landsátak

16.09.2020. Landsátak til útbreiðslu birkiskóga

Í haust verður birkifræi safnað um allt land og dreift á völdum, beitarfriðuðum svæðum í öllum landshlutum. Skógræktin og Landgræðslan hafa forystu um þetta verkefni.

Verkefnið hófst formlega á degi íslenskrar náttúru, með því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tíndi fyrsta fræið í sérstaka öskju átaksins. Fræið var á tré sem sendur spölkorn frá Bessastaðakirkju. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, var viðstaddur og slóst í för með forseta við frætínsluna.

Söfnunin stendur svo lengi sem fræ er að finna á birki í haust. Hægt er að fá sérstakar söfnunaröskjur verkefnisins til að tína fræ í ef fólk vill skila því og láta öðrum um að dreifa. Fólk er líka hvatt til að fylgja fræinu alla leið og dreifa því sjálft á beitarfriðuðum svæðum þar sem leyfilegt er að dreifa. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vefnum birkiskogur.is og á síðunni @birkifrae á Facebook.

Átakið er liður í því að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Þegar landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn.

Birkið er frumherjategund sem sáir sér mikið út á eigin spýtur ef hún fær til þess frið. Birkið heldur því starfinu áfram ef vel tekst til að koma því af stað á nýjum svæðum.
Landgræðslan og Skógræktin vilja með þessu átaki auka vitund og áhuga fólks á eflingu náttúrunnar og útbreiðslu birkis og annars gróðurs á landinu, enda er þátttaka almennings lykillinn að árangri í umhverfismálum.

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.