2. ágúst, 2023

Landgræðslustjóraskipti

Um nýliðin mánaðamót lét Árni Bragason af störfum sínum sem landgræðslustjóri vegna aldurs. Árni hefur unnið frábært starf í þágu stofnunarinnar á tímum þar sem umfang og fjöldi verkefna hefur aukist ört. Landgræðslan hefur, undir stjórn Árna, unnið að fjölmörgum landgræðslutengdum verkefnum og árangur starfsins víða með besta móti. Landgræðslan og starfsfólk hennar þakkar Árna samstarfið og óskar honum velfarnaðar á komandi árum.

Við starfi landgræðslustjóra tekur Birkir Snær Fannarsson en Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur sett hann í embætti til áramóta. Birkir er lögfræðingur stofnunarinnar og hefur verið staðgengill landgræðslustjóra frá 1. desember 2022.

Árni Bragason

Árni Bragason
fráfarandi landgræðslustjóri

Birkir Snær Fannarsson

Birkir Snær Fannarsson
settur landgræðslustjóri

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.