Landgræðslan „wappar“ með útivistarfólki
Landgræðslan vinnur nú að þróunarverkefni í samstarfi við Wapp-appið. Í Wapp má finna GPS leiðarlýsingar um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi ásamt miklum fjölda ljósmynda. Appið er gert með þarfir útvistarfólks í huga og nýtist í öllum snjallsímum.
Markmið verkefnisins er að virkja notendur þess í umhverfisvöktun, en þeir eru að stærstum hluta útivistarfólk sem er í senn víðförull hópur og áhugasamur um gróðurfar og náttúru landsins.
Þegar notandi appsins nálgast vöktunarpunkt á sínum ferðum sendir það merki og biður viðkomandi að taka mynd af því sem birtist á skjánum. Myndin vistast síðan sjálfvirkt í gagnabanka þar sem Landgræðslan getur sótt þær og nýtt þær upplýsingar sem þar er að finna. Þegar fram líða stundir munu þessar upplýsingar geta sýnt þróun gróðurs og jarðvegs en einnig ástand göngustíga á ferðamannaleiðum. Gögnin nýtast Landgræðslunni í sínu starfi á margvíslegan hátt t.d. inn í GróLind, Landbótaáætlun og við stjórn göngustíga og áningarstaða.
Davíð A. Stefánsson verkefnisstjóri og Jóhann H. Stefánsson Umhverfis- og auðlindafræðingur við mælingar á Úlfarsfelli.
Við mælingar á Úlfarsfelli, fjallið er ein vinsælasti útivistarstaður höfuðborgarsvæðisins og er í misjöfnu ástandi.
Náttúrufræðistofnun, Skógræktin, Veðurstofa íslands, OR og Landsvirkjun eru einnig í staðfestu samstarfi við Wapp. Standa því vonir til að með svo fjölbreyttu samstarfi og þáttöku útivistarfólks verði til verðmætur gagnabanki sem nýtist á mörgum sviðum náttúru- og umhverfisverndar.
Þeir Davíð A. Stefánsson verkefnastjóri og Jóhann H. Stefánsson umhverfis- og auðlindafræðingur fóru nýverið á vegum Landgræðslunnar í vettvangsferð á Úlfarsfell til að mæla og finna vöktunarpunkta fyrir appið en Úlfarsfellið er einn vinsælasti áfangastaður göngufólks á höfuðborgarsvæðinu og að mörgu leyti áhugavert þegar kemur að gróðurfari og landgræðslu.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659