Landgræðslan endurnýjar samstarfssamning við Votlendissjóð
Árni Bragason landgræðslustjóri undirritaði nýverið samstarfssamning ásamt Þresti Ólafssyni formanni stjórnar Votlendissjóðs um áframhaldandi samstarf við verkefni sjóðsins. Undirritunin fór fram á ársfundi sjóðsins sem fór fram á Grand Hótel í Reykjavík nýverið.
Landgræðslan veitir faglega ráðgjöf við endurheimtarverkefni sjóðsins og gerir úttektir á endurheimtarsvæðum. Unnið er út frá viðurkenndum og alþjóðlegum stöðlum IPCC um endurheimt votlendis, en IPCC er milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Landgræðslan færir jafnframt öll endurheimtarverkefni Votlendissjóðs í landsbókhald.
Árni Bragasson landgræðslustjóri og Þröstur Ólafsson undirrita endurnýjaðan samstarfssamning.
Sunna Áskelsdóttir verkefnastjóri flutti erindi um stöðu votlendisrannsókna Landgræðslunnar.
Sunna Áskelsdóttir verkefnastjóri hjá Landgræðslunni flutti einnig erindi á fundinum. Sunna útskýrði þar tilgang og framvindu þeirra votlendisrannsókna sem fara fram á landsvísu á vegum Landgræðslunnar. Hún kom einnig inn á eðlismun þeirrar vinnu og ráðgjafarvinnunar sem Landgræðslan vinnur með Votlendissjóði.
„Samstarfið við Votlendissjóð hefur verið farsælt og árangursríkt. Það er því ánægjulegt að geta endurnýjað það og unnið áfram með sjóðnum að þessu stóra og aðkallandi verkefni sem endurheimt votlendis á Íslandi er“ sagði Árni Bragason landgræðslustjóri vegna undirskriftarinnar.
Starfsstöðvar
Starfsfólk
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659