13. janúar, 2022

Landbótasjóður

Auglýsing um styrki fyrir árið 2022.

Árlega úthlutar Landbótarsjóður Landgræðslunnar styrkjum til að styðja félagasamtök, bændur, sveitarfélög og aðra umráðahafa lands við verndun og endurheimt gróðurs og jarðvegs. Áratugurinn 2021 til 2030 er tileinkaður endurheimt vistkerfa og er fólk eindregið hvatt til þátttöku.

Landgræðslan veitir ráðgjöf við framkvæmd þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir og hefur jafnframt eftirlit með framvindu þeirra og metur árangur.

Opið verður fyrir umsóknir á tímabilinu frá 13. janúar til og með 24. janúar 2022. Umsóknarform og reglur sjóðsins eru á heimasíðu Landgræðslunnar www.land.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar og ráðgjöf um sjóðinn hjá héraðsfulltrúum stofnunarinnar um land allt.

Ákvörðun um styrkveitingar byggir á markmiðum laga nr. 155/2018 um landgræðslu.

Auglýsing um styrki fyrir árið 2022

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.