24. apríl, 2023

Kortlagning beitarsvæða geita í samstarfi við geitabændur

Þegar vöktunarverkefnið GróLind hófst árið 2017 varð fljótlega ljóst að nauðsynlegt væri að hafa gott  yfirlit yfir landnýtingu. Það er ein af grundvallar forsendum þess að hægt sé að skoða í samhengi ástand lands og landnýtingu að vita hvaða svæði er verið að nýta og umfang nýtingarinnar.

Árið 2020 var birt fyrsta útgáfa af kortlagningu beitarlanda sauðfjár hér á landi. Nú er sú kortlagning í endurskoðun og vonir standa til þess að ný og nákvæmari kortlagning komi út á þessu ári.

Samliða endurbótum á kortlagningu beitarsvæða sauðfjár erum við að hefja kortlagningu beitarsvæða geitfjár. Í þeirri kortlagningu er GróLind að prófa nýja aðferð við kortlagninguna sem fellst í því að gefa bændum færi á að teikna beitarsvæðin sín inn á vefsjá og láta í té nauðsynlegar upplýsingar, s.s. beitartíma og afmörkun svæðisins, allt gert í tölvunni heima.  

Nokkur beitarsvæði hafa verið teiknuð inn í vefsjánna nú þegar og hingað til hefur það gengið vel. Á undanförnum dögum og vikum hefur Landgræðslan

haft samband við geitabændur landsins og óskað eftir þátttöku í verkefninu, enn er þó ekki búið að hafa samband við alla.  

Þar sem tiltölulega fáir geitabændur eru á Íslandi var kortlagning geitarbeitarsvæða talin henta einkum vel til að prófa og þróa áfram þessa nýju aðferð. Ef vel tekst til verður þessi aðferð nýtt til að kortleggja beit annarra húsdýra á Íslandi, s.s. hrossa og nautgripa, sem og kortlagningu beitarsvæða sauðfjár. Með þessari gagnvirku kortavefsjá geta bændur tekið virkari þátt í kortlagningu, átt auðveldari aðgang að upplýsingunum, geta leiðrétt villur eða gert athugasemdir á einfaldan hátt. Einnig eru uppfærslur fljótlegri og einfaldari í sniðum heldur en ef upplýsingarnar þyrftu að fara í gegnum þriðja eða jafnvel fjórða aðila.  

Starfsfólk GróLindar, Jóhann Helgi eða Björk, mun verða í sambandi við alla geitabændur á landinu á næstu dögum og vikum. Við vonum að verkefninu verði áfram tekið vel og að bændur hjálpi okkur að gera þessa kortlagningu eins góða og mögulegt er. 

Geitur að beit

Þú gætir haft áhuga á….

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Nú í september hefst átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ í fjórða skipti. Lítið virðist vera af fræi almennt en fólk er engu síður hvatt til þess að hafa augun hjá sér og tína því fá grömm eru mörg fræ!

Sumarið í vettvangsvinnu

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar.

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópsk náttúra er ekki í góðu ástandi og hefur sýnt fá merki um bata undanfarin ár. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega greiningu um þörf á aðgerðum til að vernda margvíslegan ávinning sem heilbrigð náttúra hefur í för með sér.