16. júní, 2021

Hlaðvarp um söfnun birkifræs

Hlaðvarp um söfnun birkifræs

Í nýjasta hlaðvarpi Landgræðslunnar, í Hlöðu Bændablaðsins, ræddi Áskell Þórisson við þau Kristinn H. Þorsteinsson framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Kópavogs og Rannveigu Magnúsdóttur frá Landvernd um birki og söfnun birkifræs.
Í þættinum kemur meðal annars fram að haustið 2020 hófst söfnunarátak um söfnun þess á vegum Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Átakið heppnaðist vonum framar og skilaði miklu magni af birkifræi til sáningar. Fræinu var dreift á völdum beitarfriðuðum svæðum víðsvegar um landið, dreifing á síðasta hluta þess sem safnaðist fer fram þessa dagana. Söfnunin heldur síðan áfram í haust í samstarfi við Terra, Prentmet Odda, Bónus, Landvernd, Skógræktarfélag Íslands, Kópavogsbæ, Skógræktarfélag Kópavogs, Heimilistæki, Tölvulistann og Lionshreyfinguna.

Kristinn H. Þorsteinsson, Rannveig Magnúsdóttir og Áskell Þórisson í hljóðveri

Úr hljóðveri Hlöðunnar, Kristinn Þorsteinsson, Rannveig Magnúsdóttir og Áskell Þórisson.

Börn við birkifræsöfnun

Grunnskólanemar safna birkifræi haustið 2020.

Markmiðið átaksins er að útbreiða á ný birkiskóglendi sem þakti a.m.k. fjórðung landsins við landnám. Á rýru landi er gjarnan kolefnislosun því þar er gamall jarðvegur enn að rotna. Ef landið klæðist birkiskógi stöðvast þessi losun og binding hefst í staðinn. Stóraukin útbreiðsla innlendra trjátegunda er því mjög öflug leið til að draga úr og aðlagast áhrifum loftslagsbreytinga.

Starfsstöðvar

Starfsfólk

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.