30.03.2020. GPS kindur afla upplýsinga sem geta nýst við beitarstýringu!
Á vegum GróLindar hefur atferli sauðfjár í sumarhögum verið rannsakað síðustu tvö ár. Farið var í samstarf við 11 bændur víðsvegar um land og fékk hver bóndi 10 GPS tæki. Tækin voru sett á jafnmargar lambær og skráðu tækin staðsetningu ánna á sex klst. fresti yfir þann tíma sem þær voru í sumarhögum. Tækin senda svo upplýsingarnar í tölvu eða síma þátttakenda.
Síðustu tvö ár hefur safnast upp gífurlegt magn af gögnum sem gefa góða hugmynd í hvernig gróðurlendi sauðfé sækir helst. Sömuleiðis skýrist það hve stór svæði sauðfé nýta og hvernig þessi þættir breytast m.a. eftir tíma, veðri, landslagi og gróðurfari. Þessi þekkingu mun m.a. nýtast við ráðleggingar um sjálfbæra landnýtingu.
Ætlunin er að setja tækin á nýjan leik á lambær í vor.
Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Umsóknir
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659