1. desember, 2021

Er virkilega svona mikil losun frá landi?

Ástand vistkerfa fær æ meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku á alþjóðavettvangi loftslagsmála. Það kom berlega í ljós í lokaákvörðun nýliðins loftslagsþings, COP26 í Skotlandi. Þar er dregið fram að vernd og endurheimt vistkerfa, ásamt vernd líffræðilegrar fjölbreytni séu mikilvægar aðgerðir til að ná markmiðum loftslagssamningsins.

Í íslensku samhengi er bágt ástand vistkerfa gríðarlega stór þáttur í loftslagsáherslum landsins og stjórnvöld eru mjög meðvituð um það. Vernd og endurheimt vistkerfa eru þannig eitt af meginmarkmiðum aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum, og öðrum áætlunum tengdum þeirri. Ástand vistkerfa, þá sérstaklega jarðvegsins, skiptir líka öllu máli ef við ætlum að ná settu marki um kolefnishlutlaust Ísland fyrir 2040. Í tilefni alþjóðlegs dags jarðvegs þann 5. des nk. mun Landræðslan því beina sjónum sérstaklega að moldinni í samhengi loftslagsmála.

Í þessum fyrirlestri mun Jóhann Þórsson faglegur teymisstjóri jarðvegs og loftslags hjá Landgræðslunni fjalla um jarðveginn sem næststærsta kolefnisforðabúr jarðarinnar, ástand íslensks jarðvegs og fara yfir tölur um mat á losun frá röskuðu landi, bæði frá votlendi sem og frá þurrlendi.

Fyrirlestur Jóhann Þórsson

Þú gætir haft áhuga á….

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.