5. júní, 2020

Endurhnitun skurðakerfa landsins aðgengileg á nýrri vefsíðu

05.06.2020. Endurhnitun skurðakerfa landsins aðgengileg á nýrri vefsíðu.

Endurhnitun skurðakerfis

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur síðan haustið 2018 unnið að endurhnitun á skurðakerfi landsins. Markmiðið þeirrar vinnu er tvíþætt. Annars vegar að endurbæta eldra skurðakort sem byggði að mestu á gervihnattamyndum frá um 2004-8. Hins vegar að leggja mat á þær breytingar sem orðið hafa á skurðakerfinu milli þessara tveggja tímapunkta (2008-2018).

Eiginlegri hnitun lauk í maí 2019 og var sumrinu varið í að skoða nánar ýmis vafaatriði í hnituninni. Þeirri vinnu er ekki að fullu lokið og er þess vænst að hún klárist nú í sumar. Þar til yfirferð vafaatriða er lokið verður að skoða niðurstöðurnar sem birtast í vefsjánni sem verk í vinnslu. Engu að síður var ákveðið að gera kortið aðgengilegt til skoðunar, þeim sem áhuga hafa á. Þegar yfirferð vafaatriða er stefnt að því að gera skurðakortið aðgengilegt þeim sem vilja nýta sér það og jafnframt að óska eftir ábendingu þeirra sem til þekkja um það sem kann að þurfa lagfæringar við.

Frétt frá www.lbhi.is

 

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ byrjar á ný

Nú í september hefst átakið „Söfnum og sáum birkifræi“ í fjórða skipti. Lítið virðist vera af fræi almennt en fólk er engu síður hvatt til þess að hafa augun hjá sér og tína því fá grömm eru mörg fræ!

Sumarið í vettvangsvinnu

Sumarið í vettvangsvinnu

Nú í sumar, líkt og undanfarin ár, hefur stór hópur fólks farið um landið við allskyns rannsóknir á vegum Landgræðslunnar.

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópa þarf að gera betur í endurheimt vistkerfa

Evrópsk náttúra er ekki í góðu ástandi og hefur sýnt fá merki um bata undanfarin ár. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA) birti nýlega greiningu um þörf á aðgerðum til að vernda margvíslegan ávinning sem heilbrigð náttúra hefur í för með sér.