22. október, 2020

Endurheimt votlendis

22.10.2020. Endurheimt votlendis

Síðasta vor auglýsti Landgræðslan eftir samvinnu við áhugasama landeigendur sem vildu endurheimta framræst votlendi á sínum jörðum. Starfsmenn Landgræðslunnar heimsóttu þá og lögðu mat á hvort svæðin uppfylltu ákveðin skilyrði sem Landgræðslan setur. Í framhaldinu voru svæðin kortlögð og ýmsar athuganir gerðar. Í þeirri vinnu má helst nefna athugun á vatnsrennsli til og frá svæðunum, kortlagningu allra skurða og svæða á milli þeirra, innsetningu vatnshæðarröra til að mæla breytingar á grunnvatnsstöðu ásamt drónamyndatökum. Ýmist voru verktakar fengnir úr heimabyggð eða landeigendur framkvæmdu sjálfir verkið. Verktakar á Snæfellsnesi hafa einnig aðstoðað Landgræðsluna við þróun verklags við endurheimt votlendis og viljum við færa þeim sérstakar þakkir fyrir gott samstarf.

Á sunnanverðu Snæfellsnesi bárust þrjár umsóknir frá landeigendum og svo heppilega vill til að tvær þeirra jarða liggja saman. Það svæði er um 100 hektarar að stærð og er því stærsta samfellda votlendissvæði sem hefur verið endurheimt hjá Landgræðslunni. Á svona stóru svæði eru aðstæður fjölbreyttar og úrlausnarefnin mörg og vonir standa til þess að reynslan sem safnast við verkefnið muni nýtast vel í áframhaldandi vinnu.  Verktakar munu vinna á svæðinu út nóvember, ef veður leyfir, en hingað til hefur verið rjómablíða sem hefur aukið fegurð haustlitanna í mýrunum á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Landgræðslan

Starfsstöðvar

Starfsmenn

Um okkur

Rafrænir reikningar

Skýrslur

Leiðbeiningar

Landupplýsingar

Landbótasjóður

Gæðastýring í sauðsfjárrækt

Bændur græða landið

Varnir gegn landbroti

Endurheimt votlendis

Hagagæði

GróLind

Lagaumhverfi

Auglýsingar

Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659

Efnisorð:

Þú gætir haft áhuga á….

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Birkifrætínsla í Vesturbyggð

Landsverkefnið „Söfnum og sáum“ kallar eftir fræjum. Framboð birkifræs hefur verið takmarkað í ár að undanskyldri Vesturbyggð.

Jafnrétti er ákvörðun

Jafnrétti er ákvörðun

Landgræðslan tók á móti Jafnvægisvoginni, viðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 12. október

Máttur til mýranna!

Máttur til mýranna!

Afar mikilvæg alhiða votlendisráðstefna var haldin í Antwerpen 19. – 21. september síðast liðinn. Lögð var fram sameiginleg yfirlýsing um mikilvægi votlendis hvað varðar ýmsar þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem Landgræðslan hefur lagt stuðning við.