24.07.2020. Endurheimt birkiskóga
Mikil fræsetning trjáa, þar á meðal birkis, nú sumar hefur vakið athygli margra. Aukin útbreiðsla birkis og endurheimt birkiskóga hefur lengi verið á dagskrá hjá stjórnvöldum og árið 2007 birti Umhverfisráðuneytið skýrslu þar sem lagðar eru fram tillögur um endurheimt og verndun birkiskóga, sjá nánar hér
Endurheimt birkiskóga felur í sér margvíslegan ávinning, þar á meðal eykur hún bindingu kolefnis. Í áætlunum um mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum er því lögð áhersla á endurheimt birkiskóga. Nú í haust mun verða efnt til söfnunar og dreifingar á birkifræi með það að markmiði að stórefla útbreiðslu birkiskóga. Ríkuleg fræsetning birkis mun auðvelda það starf.
Landgræðslan
Starfsstöðvar
Starfsmenn
Um okkur
Rafrænir reikningar
Skýrslur
Leiðbeiningar
Landupplýsingar
Landbótasjóður
Gæðastýring í sauðsfjárrækt
Bændur græða landið
Varnir gegn landbroti
Endurheimt votlendis
Hagagæði
GróLind
Lagaumhverfi
Auglýsingar
Aðalskrifstofa | Gunnarsholti | 851 Hella | Sími 488-3000 | Netfang land@land.is | Rafrænir reikningar | Kt: 710169-3659